Hinn fullkomni mánudagsréttur

Uppskriftir | 3. apríl 2023

Hinn fullkomni mánudagsréttur

Hér er á ferðinni hinn fullkomni mánudagsréttur. Ódýr, hollur og einstaklega bragðgóður. Það er Linda Ben sem á heiðurinn af þessari uppskrift sem við mælum heilshugar með að þið prófið.

Hinn fullkomni mánudagsréttur

Uppskriftir | 3. apríl 2023

Ljósmynd/Linda Ben

Hér er á ferðinni hinn fullkomni mánudagsréttur. Ódýr, hollur og einstaklega bragðgóður. Það er Linda Ben sem á heiðurinn af þessari uppskrift sem við mælum heilshugar með að þið prófið.

Hér er á ferðinni hinn fullkomni mánudagsréttur. Ódýr, hollur og einstaklega bragðgóður. Það er Linda Ben sem á heiðurinn af þessari uppskrift sem við mælum heilshugar með að þið prófið.

Linsubaunaréttur með naanbrauði 

  • 1 laukur
  • 1 msk. smjör
  • 4 hvítlauksrif
  • 2 cm engifer
  • 1½ tsk. paprikukrydd
  • 1 tsk. kummín
  • 1 tsk. túrmerik
  • ¼ tsk. cayennepipar
  • 1 tsk. salt
  • ¼ tsk. svartur pipar
  • 300 g linsubaunir
  • 2 dósir (800 g) niðursoðnir hakkaðir tómatar
  • 1 l vatn
  • 2 dósir (800 ml) kókosmjólk
  • 2 kjúklingateningar (eða grænmetisteningar)
  • safi úr ½-1 límónu 
  • smá hreint jógúrt (má sleppa)

Naanbrauð

  • 150 ml vatn
  • 2 tsk. þurrger
  • 2 tsk. sykur
  • 50 g smjör
  • 330 g gróft hveiti
  • ½ tsk salt
  • 50 ml (½ dl) hrein AB-mjólk 
  • 150 g rifinn mozzarella (má sleppa)
  • garam masala
  • sjávarsalt

Aðferð:

  1. Skerið laukinn smátt og steikið í stórum potti upp úr smjöri, helst steypujárnspotti ef þið eigið hann til.
  2. Rífið hvítlauk og engifer út í pottinn og steikið.
  3. Bætið kryddinu út á og blandið öllu saman.
  4. Hellið hökkuðum tómötum í pottinn ásamt vatni og kókosmjólk, bætið kjúklingakrafti út í og blandið öllu vel saman.
  5. Skolið linsubaunirnar vel í fínu sigti og bætið þeim svo út á pottinn. Sjóðið saman í u.þ.b. 30 mín á vægum hita eða þar til allt hefur samlagast, linsubaunirnar orðnar mjúkar og blandan þykk og góð.
  6. Berið fram með jógúrt og lime.

Naanbrauð aðferð:

  1. Blandið þurrgeri og sykri út í vatnið.
  2. Bræðið smjörið og leyfið því að kólna örlítið.
  3. Setjið hveiti í skál og blandið saman við það gervatni, salti, ab-mjólk og bræddu smjöri. Hnoðið deigið saman.
  4. Leyfið deiginu að hefast í 30-60 mín.
  5. Skiptið deiginu og rifna ostinum í sex hluta, ef þið viljið bæta við osti þá hnoðið þið rifna ostinum inn í hvern hluta af deigi og fletjið svo hlutana út.
  6. Kryddið deigið með garam masala og sjávarsalti.
  7. Steikið deigið á pönnu upp úr 1 msk af smjöri á hvorri hlið.
  8. Berið brauðið fram heitt.
Ljósmynd/Linda Ben
mbl.is