10 hugmyndir að afþreyingu yfir páskana

Föndur og afþreying | 5. apríl 2023

10 hugmyndir að afþreyingu yfir páskana

Páskarnir eru hinn fullkomni tími til að njóta í faðmi fjölskyldunnar. Það er gaman að gera sér dagamun og nóg um skemmtilega afþreyingu í boði fyrir alla fjölskylduna út um allt land. 

10 hugmyndir að afþreyingu yfir páskana

Föndur og afþreying | 5. apríl 2023

Ljósmynd/Pexels/Pavel Danilyuk

Páskarnir eru hinn fullkomni tími til að njóta í faðmi fjölskyldunnar. Það er gaman að gera sér dagamun og nóg um skemmtilega afþreyingu í boði fyrir alla fjölskylduna út um allt land. 

Páskarnir eru hinn fullkomni tími til að njóta í faðmi fjölskyldunnar. Það er gaman að gera sér dagamun og nóg um skemmtilega afþreyingu í boði fyrir alla fjölskylduna út um allt land. 

Barnavefurinn tók saman 10 skemmtilegar hugmyndir að ævintýralegri afþreyingu sem ætti að gleðja alla fjölskylduna yfir páskana.

Páskaeggjaleit

Páskaeggjaleit er ómissandi hluti af páskunum fyrir marga og góð skemmtun fyrir allan aldur. Það er hægt að búa til sína eigin páskaeggjaleit í garðinum, en mörg sveitarfélög standa einnig fyrir páskaeggjaleit. 

Skíði

Hvað er betra en að skella sér á skíði um páskana? Það er nóg um að vera á þeim skíðasvæðum sem eru opin yfir páskana.

Skíðavikan fer til dæmis fram um páskana á Ísafirði og hinn 7. apríl verður furðufatadagur í Tungudal þar sem allir eru hvattir til að mæta í búningum. Þá verður einnig grillað og mikið stuð.

Mikið fjör í brekkunni.
Mikið fjör í brekkunni. mbl.is/Kristinn Magnússon

Slakki

Dýragarðurinn Slakki verður opnaður 6. apríl, á skírdag, og verður opinn alla páskana á milli 11 og 18. Þar er hægt að kynnast hinum ýmsu dýrum og fara í golf.

Föndra páskaskraut

Það er tilvalið að nýta páskafríið í að föndra páskaskraut sem getur svo fegrað páskaborðið. Það slær alltaf í gegn að mála egg, en svo er bráðskemmtilegt að perla páskaskraut og má sjá leiðbeiningar að skemmtilegum páskamynstrum á heimasíðu A4.

Öll fjölskyldan getur skemmt sér við það að föndra páskaskraut.
Öll fjölskyldan getur skemmt sér við það að föndra páskaskraut. Ljósmynd/Pexels/Pavel Danilyuk

Ganga í Heiðmörk

Ef veðrið er gott er tilvalið að bregða sér út fyrir borgarmörkin upp í Heiðmörk og rölta þar í náttúrunni. Þar er hægt að fara í leiki, segja sögur, fá sér nesti og njóta náttúrufegurðarinnar.

Sund

Um páskana er tilvalið að prófa nýja sundlaug í nýju hverfi eða jafnvel gera úr því dagsferð og fara enn lengra. Hægt er að sjá þjónustutíma sundlauga landsins hér.

Sundlaug í Hveragerði.
Sundlaug í Hveragerði. mbl.is/Sigurður Bogi

Árbæjarsafn

Árbæjarsafn er opið 6., 8., og 10. apríl frá klukkan 13 til 17, en það er tilvalin afþreying fyrir þá sem ætla að eyða páskunum á höfuðborgarsvæðinu.

Baka 

Það er alltaf gaman að baka og um páskana gefst nægur tími til að dunda sér í eldhúsinu með fjölskyldunni. Það er hægt að finna ótal páskalegar uppskriftir á netinu sem bæði gleðja bragðlaukana og augað. 

Ísbíltúr

Það er alltaf góð hugmynd að skella sér í ísbíltúr. Það besta við það er að veðrið skiptir engu máli, enda vitum við Íslendingar það best að ís er góður hvernig sem viðrar!

Náttúrufegurðin heillar marga úti við Gróttu á Seltjarnarnesi.
Náttúrufegurðin heillar marga úti við Gróttu á Seltjarnarnesi. mbl.is/Hari

Fjöruferð

Þótt það sé ekki komið sumar er skemmtilegt að skella sér í fjöruferð. Þar er til dæmis hægt að tína fallegar skeljar og nota í föndur, fara í göngutúr eða gera sandkastala.

Ís er alltaf góð hugmynd!
Ís er alltaf góð hugmynd! Ljósmynd/Unsplash/Irene Kredenets
mbl.is