Eftirréttur er mikilvægur hluti af veislumáltíðinni og í augum sumra er hann eitt mesta tilhlökkunarefnið. Góð kaka er alltaf klassísk en það getur líka verið skemmtilegt að bjóða upp á eitthvað öðruvísi, eitthvað lekkert og eitthvað kalt. Réttirnir sem eru hér eiga það sameiginlegt að þá er hægt að búa til daginn áður og bera svo fram ískalda með góðum líkjör eða kaffi. Þeir eiga það líka sameiginlegt að vera fremur einfaldir og fljótlegir án þess þó að gefa neitt eftir í bragði.
Eftirréttur er mikilvægur hluti af veislumáltíðinni og í augum sumra er hann eitt mesta tilhlökkunarefnið. Góð kaka er alltaf klassísk en það getur líka verið skemmtilegt að bjóða upp á eitthvað öðruvísi, eitthvað lekkert og eitthvað kalt. Réttirnir sem eru hér eiga það sameiginlegt að þá er hægt að búa til daginn áður og bera svo fram ískalda með góðum líkjör eða kaffi. Þeir eiga það líka sameiginlegt að vera fremur einfaldir og fljótlegir án þess þó að gefa neitt eftir í bragði.
Eftirréttur er mikilvægur hluti af veislumáltíðinni og í augum sumra er hann eitt mesta tilhlökkunarefnið. Góð kaka er alltaf klassísk en það getur líka verið skemmtilegt að bjóða upp á eitthvað öðruvísi, eitthvað lekkert og eitthvað kalt. Réttirnir sem eru hér eiga það sameiginlegt að þá er hægt að búa til daginn áður og bera svo fram ískalda með góðum líkjör eða kaffi. Þeir eiga það líka sameiginlegt að vera fremur einfaldir og fljótlegir án þess þó að gefa neitt eftir í bragði.
Framsetningin skiptir máli og það eykur á gleðina að borða fallegan eftirrétt í smart glasi. Það er flott að hafa alla í eins glasi en svo getur líka verið töff að bera þá fram hvern í sínu ílátinu. Gaman er að gefa ímyndunaraflinu lausan tauminn og sækja sér innblástur í vorið sem er á næsta leiti.
fyrir 4-5
Þessi eftirréttur er sérlega bragðgóður og fínlegur en panna cotta er einn klassískasti og vinsælasti eftirréttur Ítala. Panna cotta er gerður úr rjóma- og mjólkurblöndu sem er soðin og bragðbætt með ýmsu hráefni svo sem vanillu, súkkulaði og kaffi svo fátt eitt sé nefnt. Hefðinni samkvæmt þá er panna cotta sett í sérstök form sem hvolft er á disk. Þegar það er gert er best að dýfa formunum í volgt vatn í nokkrar sekúndur og losa aðeins frá með hníf og hvolfa.
3 matarlímsplötur
1 dl pistasíusmjör (45% pistasíuinnihald)
3 ½ dl rjómi
1 ½ dl mjólk
30 g sykur
Leggið matarlímsplöturnar í bleyti í ískalt vatn. Setjið pistasíusmjörið í skál og hrærið það aðeins þannig að það verði mjúkt. Setjið rjóma, mjólk og sykur ofan í góðan skaftpott og stillið á miðlungshita, hitið þar til blandan byrjar að sjóða. Takið þá strax af hitanum. Kreistið allan vökvann úr matarlímsplötunum og setjið út í mjólkurblönduna og hrærið í þar til matarlímið er leyst upp. Hellið mjólkurblöndunni yfir pistasíusmjörið og blandið vel saman með písk. Hellið blöndunni í panna cotta-form eða í falleg glös, passið að kæla blönduna aðeins ef glös eru notuð svo þau springi ekki. Setjið filmu yfir og látið í ísskáp í 4-6 klukkustundir. Tilvalið er að gera þetta kvöldið áður en bera á réttinn fram. Berið fram með sykurkurlinu.
fyrir 4
Zabaglione er einn af þessum lekkeru ítölsku eftirréttum sem allir elska en fáir þora að gera sjálfir þar sem hann krefst svolítillar tækni eða öllu heldur nákvæmni. Eftirrétturinn inniheldur eggjarauður, sykur og vín en hann er gerður með því að þeyta blönduna stanslaust á afar lágum hita og það getur skipt sekúndum og nokkrum gráðum að allt eyðileggist og eggin fari að eldast og kekkir myndist. En ef vel er passað upp á hitann er rétturinn einstaklega góður, einfaldur og fljótlegur.
1 lítil askja jarðarber (u.þ.b. 250 g)
1/2 vanillustöng
1 dl + 3 msk. gott púrtvín (má nota annan vökva)
7 msk. sykur
6 eggjarauður
þeyttur rjómi til að bera fram með
20-30 g dökkt súkkulaði, saxað mjög fínt
Skerið jarðarberin í fremur smáa bita, setjið í skál og sáldrið sykri yfir. Kljúfið vanillustöngina í tvo hluta og skafið fræin innan úr og setjið út í jarðarberin. Setjið filmu yfir skálina og látið standa við stofuhita í u.þ.b. 1 klst. Setjið vínið í lítinn pott og látið suðuna koma upp, sjóðið í u.þ.b. eina mínútu, setjið til hliðar. Látið vatn í fremur víðan pott og setjið hitaþolna fremur víða skál yfir pottinn, en passið að vatnið snerti ekki botninn á skálinni. Náið suðunni upp og lækkið hitann þannig að rétt sjóði. Setjið sykur, eggjarauður og vín saman við í þremur skömmtum og hrærið vel á milli. Hrærið rösklega í blöndunni með píski, gott er að halda við skálina með viskastykki. Mjög mikilvægt er að blandan verði ekki of heit, þá fellur hún og skemmist. Um leið og blandan byrjar að þykkna þannig að hún líti út eins og léttþeyttur rjómi, takið hana þá strax af hitanum en hrærið enn í svolítinn tíma. Þetta er nákvæmnisverk og gott að reyna að hafa hitann eins lágan og hægt er, þetta ferli tekur u.þ.b. 5 mínútur. Látið blönduna kólna aðeins áður en hún er sett í glösin. Skiptið jarðarberjunum í fjögur fremur lítil glös og setjið zabaglione-blönduna yfir. Setjið filmu yfir og látið í ísskáp, hvílið í a.m.k. 2 klst., tilvalið að gera réttinn kvöldið áður. Berið fram með rjóma og sáldrið súkkulaðispæni ofan á.
Heslihnetusúkkulaði-panna cotta með appelsínuhnetum
fyrir 6-8 lítil glös
Heslihnetukurlið gerir þennan eftirrétt einstaklega skemmtilegan og smart. Ef þið viljið ekki nota áfengi má nota appelsínusafa í staðinn.
3 plötur matarlím
60 g dökkt súkkulaði
2 dl súkkulaðihnetusmjör
salt á hnífsoddi
3 dl rjómi
2 mjólk
½ vanillustöng
þeyttur rjómi til að bera fram með
Leggið matarlímsplöturnar í ískalt vatn. Brjótið súkkulaðið í bita og setjið í meðalstóra skál. Látið súkkulaðihnetusmjörið í fremur stóra skál, bætið salti út í og hrærið vel saman. Kljúfið vanillustöngina og skafið fræin innan úr. Setjið rjóma og mjólk í skaftpott ásamt vanillukornum og vanillustöng. Hitið þar til blandan byrjar að sjóða takið þá strax af hitanum og takið vanillustöngina úr. Kreistið matarlímsplöturnar vel og setjið saman við rjómablönduna, hrærið í þar til matarlímið leysist upp. Hellið þá þriðjungnum af heitum vökvanum yfir súkkulaðið, bíðið í u.þ.b. mínútu og hrærið síðan vel þar til súkkulaðið er alveg bráðnað. Hellið súkkulaðiblöndunni ofan í skálina með súkkulaðihnetusmjörinu og hrærið vel í með píski, bætið síðan restinni af mjólkurblöndunni saman við og hrærið vel í blöndunni í 1-2 mínútur með píski eða þar til allt er vel blandað saman. Hellið ofan í falleg glös, ágætt að fylla þau ekki alveg svo pláss sé fyrir skrautið, einnig er hægt að nota panna cotta-form. Setjið filmu yfir og látið hvíla í ísskáp í 4-6 klukkustundir eða yfir nótt. Berið fram með þeyttum rjóma og sáldrið appelsínusykruðu hnetunum yfir.
Appelsínusykraðar heslihnetur
50 g heslihnetur
3-4 msk. sykur
3 msk. appelsínulíkjör, t.d. Grand Marnier eða Cointreau
Ristið heslihneturnar við meðalhita, á þurri pönnu, í u.þ.b. 5-7 mínútur, hristið pönnuna annað slagið þannig að ristunin á hnetunum verði jöfn og þær brenni ekki. Setjið hneturnar á hreint viskastykki og látið kólna alveg. Rúllið síðan hnetunum vel inni í viskastykkinu þannig að hýðið losni frá. Saxið hneturnar gróft. Setjið sykurinn á pönnu og látið bráðna alveg. Hellið appelsínulíkjörnum saman við og hrærið aðeins í og hellið hnetunum út og veltið þeim þar til þær eru alveg húðaðar. Dreifið úr hnetunum á smjörpappír eða sílíkonmottu og látið kólna alveg. Brjótið síðan í grófa bita og setjið yfir panna cotta.
Sykurkurl
2-3 msk. sykur
u.þ.b. 10 pistasíukjarnar
Setjið sykurinn á pönnu og stillið á fremur háan hita, látið sykurinn bráðna alveg og setjið pistasíukjarnana út í, blandið aðeins saman með sleif þannig að sykurinn húði hneturnar alveg. Hellið yfir á smjörpappír eða sílíkonmottu og dreifið aðeins úr þannig að myndist slétt stykki sem er u.þ.b. á stærð við hálfa súkkulaðiplötu. Brjótið sykurplötuna upp og setjið ofan á panna cotta áður en borið fram.
Fyrir 6-8, fer eftir stærð glasa
Góð súkkulaðimús er alltaf vinsæl sem eftirréttur og hún á einkar vel við um páskana, sérstaklega fyrir þá sem fá ekki páskaegg. Hér er hægt að leika sér með ýmislegt hráefni til að setja ofan á músina svo sem lítil páskaegg, hnetur, súkkulaðispæni og karamellukurl en falleg og fersk ber eru líka tilvalin ofan á.
1 dl rjómi
250 súkkulaði
3 eggjarauður
6 eggjahvítur
salt á hnífsoddi
30 g sykur
1 ½ stór kókosbolla
1 peli þeyttur rjómi
lítil súkkulaðipáskaegg til skrauts, má sleppa
Setjið vatn í pott og látið malla við meðalhita. Brjótið súkkulaðið niður og setjið í hitaþolna skál ásamt rjómanum og látið yfir pottinn. Hrærið í þar til súkkulaðið er alveg bráðnað, takið þá af hitanum, látið kólna aðeins og setjið eina eggjarauðu saman við og blandið vel, setjið síðan hinar eggjarauðurnar hvora í sínu lagi og hrærið á milli. Kljúfið vanillustöngina langsum og skafið fræin innan úr með beittum hnífsoddi og bætið út í súkkulaðiblönduna. Setjið eggjahvíturnar í hrærivélarskál ásamt saltinu og hrærið á meðalhraða þar til létt froða hefur myndast, bætið þá sykri saman við og hrærið áfram þar til eggjahvíturnar eru vel stífar, þetta ætti að taka 8-10 mínútur. Blandið eggjahvítunum varlega saman við súkkulaðið með sleikju í þremur til fjórum skömmtum og blandið varlega á milli, þannig að loftið fari ekki úr músinni. Setjið músina í falleg glös eða skálar, látið filmu yfir og kælið í u.þ.b. 2 klst., tilvalið að gera kvöldið áður. Kremjið kókosbollurnar og blandið létt saman við rjómann. Berið músina fram með rjóma og litlum páskaeggjum. Einnig getur verið gott að sáldra ristuðum pekanhnetum eða möndlum yfir.