Togarinn fær nafnið Hulda Björnsdóttir

Endurnýjun skipaflotans | 5. apríl 2023

Togarinn fær nafnið Hulda Björnsdóttir

Nýr togari Þorbjarnar hf. sem er í smíðum hjá Armon í Gijón á Spáni fær nafnið Hulda Björnsdóttir GK-11, að því er fram kemur í tilkynningu á Facebook-síðu útgerðarinnar. Hulda var ein af stofnendum félagsins árið 1953, en lést árið 2008. Þann 1. apríl síðastliðinn hefði hún orðið 92 ára.

Togarinn fær nafnið Hulda Björnsdóttir

Endurnýjun skipaflotans | 5. apríl 2023

Nýsmíði Þorbjarnar hf. fær nafnið Hulda Björnsdóttir GK í höfuðið …
Nýsmíði Þorbjarnar hf. fær nafnið Hulda Björnsdóttir GK í höfuðið á einum stofnendum félagsins. Samsett mynd

Nýr togari Þorbjarnar hf. sem er í smíðum hjá Armon í Gijón á Spáni fær nafnið Hulda Björnsdóttir GK-11, að því er fram kemur í tilkynningu á Facebook-síðu útgerðarinnar. Hulda var ein af stofnendum félagsins árið 1953, en lést árið 2008. Þann 1. apríl síðastliðinn hefði hún orðið 92 ára.

Nýr togari Þorbjarnar hf. sem er í smíðum hjá Armon í Gijón á Spáni fær nafnið Hulda Björnsdóttir GK-11, að því er fram kemur í tilkynningu á Facebook-síðu útgerðarinnar. Hulda var ein af stofnendum félagsins árið 1953, en lést árið 2008. Þann 1. apríl síðastliðinn hefði hún orðið 92 ára.

Hulda stofnaði Þorbjörn hf. ásamt eiginmanni sínum, Tómasi Þorvaldssyni, en Þorbjörn gerir þegar út togara sem ber nafn hans, Tómas Þorvaldsson GK-10. Mun því brátt sinn hvor togarinn bera nafn þeirra hjóna.

Togarinn Hulda Björnsdóttir GK-11 verður hinn glsæilegasti.
Togarinn Hulda Björnsdóttir GK-11 verður hinn glsæilegasti. Mynd/Þorbjörn hf.

Fyrsta nýsmíðin frá 1967

Þorbjörn hf. tilkynnti í mars á síðasta ári að félagið hefði gert samning við skipasmíðastöðina Armon í Gijón á Spáni um smíði á 58 metra löngum og 13,6 metra breiðum ísfisktogara. Samkvæmt áætlunum er gert ráð fyrir að smíði togarans ljúki á fyrri hluta ársins 2024.

Um er að ræða fyrstu nýsmíðina sem Þorbjörn ræðst í frá árinu 1967, en frá þeim tíma hefur fjöldi skipa komið við sögu útgerðarinnar, annað hvort vegna sameiningar við aðrar útgerðir eða vegna kaupa á notuðum skipum.

Í gegnum tíðina hafa verið gerðar umfangsmiklar breytingar á eldri skipum og þeim meðal annars breytt úr uppsjávarskipum í línuskip og ísfisktogurum í frystiskip. Þá hefur fyrirtækið á undanförnum árum tekið þrjú línuskip og tvo frystitogara úr rekstri og í stað þeirra fest kaup á frystitogara frá Grænlandi og ísfisktogara frá Vestmannaeyjum.

Áhersla á minni orkunotkun

Sævar Birgisson, skipatæknifræðingur hjá Verkfræðistofunni Skipasýn ehf., hannaði Huldu Björnsdóttur GK í samstarfi við starfsmenn Þorbjarnar.

Við hönnun skipsins hefur verið lögð rík áhersla á að draga úr orkunotkun. Aðalvél skipsins sem verður um 2400 KW mun knýja skrúfu sem verður 5 metrar í þvermál. Stærð og snúningshraði skrúfunnar verður minni en áður hefur þekkst í eldri fiskiskipum af sambærilegri stærð. Skipið verður þess vegna sérlega sparneytið og því í hópi sparneytnustu skipa í þessum flokki.  Þá verður skipið búið til veiða með tveimur botnvörpum samtímis og togvindurnar knúnar rafmagni.

mbl.is