Vertu eins og EXIT-gæi á grænum Porche

Hönnun | 5. apríl 2023

Vertu eins og EXIT-gæi á grænum Porche

Norsku sjónvarpsþættirnir EXIT eru helsta umræðuefnið á kaffistofum landsmanna þessa dagana. Þættirnir fjalla um fjóra auðmenn sem svífast einskis til þess að græða sem mest af peningum. Þeir lifa hinu ljúfa lífi en eru minna uppteknir af því að fara eftir reglum samfélagsins. Þeir hika ekki við að kaupa allt sem peningar geta keypt eins og til dæmis aðgang að líkömum annars fólks, glæsibifreiðar, dýr föt og glæsihús. 

Vertu eins og EXIT-gæi á grænum Porche

Hönnun | 5. apríl 2023

Jeppe Schøitt keyrir um á grænum Porche Taycan.
Jeppe Schøitt keyrir um á grænum Porche Taycan. Ljósmynd/Samsett

Norsku sjón­varpsþætt­irn­ir EXIT eru helsta umræðuefnið á kaffi­stof­um lands­manna þessa dag­ana. Þætt­irn­ir fjalla um fjóra auðmenn sem svíf­ast einskis til þess að græða sem mest af pen­ing­um. Þeir lifa hinu ljúfa lífi en eru minna upp­tekn­ir af því að fara eft­ir regl­um sam­fé­lags­ins. Þeir hika ekki við að kaupa allt sem pen­ing­ar geta keypt eins og til dæm­is aðgang að líköm­um ann­ars fólks, glæsi­bif­reiðar, dýr föt og glæsi­hús. 

Norsku sjón­varpsþætt­irn­ir EXIT eru helsta umræðuefnið á kaffi­stof­um lands­manna þessa dag­ana. Þætt­irn­ir fjalla um fjóra auðmenn sem svíf­ast einskis til þess að græða sem mest af pen­ing­um. Þeir lifa hinu ljúfa lífi en eru minna upp­tekn­ir af því að fara eft­ir regl­um sam­fé­lags­ins. Þeir hika ekki við að kaupa allt sem pen­ing­ar geta keypt eins og til dæm­is aðgang að líköm­um ann­ars fólks, glæsi­bif­reiðar, dýr föt og glæsi­hús. 

Jeppe Schøitt er einn af EXIT-auðmönn­un­um en hann er leik­inn af Jon Øig­ar­den. Í nýj­ustu serí­unni af EXIT keyr­ir hann um á græn­um Porche Taycan. Um er að ræða hraðskreiðan raf­magns­bíl sem stát­ar af fögr­um út­lín­um og góðum akst­ur­seig­in­leik­um. Hann bók­staf­lega spæn­ir upp mal­bikið. 

Ef þig dreym­ir um að vera jafn flott/​ur á því og Jeppe í EXIT þá get­urðu látið draum­inn ræt­ast fyr­ir 12.490.000 krón­ur. Á vefn­um bila­sol­ur.is er að finna græn­an Tayg­an sem kom til lands­ins sum­arið 2021. Hann er ek­inn 27.000 km og er með ljós­um leður­sæt­um að inn­an. Hann er með lituðum rúðum og bakk­mynda­vél. Öku­tækið er aft­ur­hjóla­drifið. 

Hægt er að skoða bíl­inn nán­ar á bila­sol­ur.is. 

mbl.is