„Alvarlegt brot“ gegn reglunni um eitt Kína

Taívan og Kína | 6. apríl 2023

„Alvarlegt brot“ gegn reglunni um eitt Kína

„Þrátt fyrir ítrekaðar aðvaranir Kína heimiluðu Bandaríkin för Tsai Ing-wen, leiðtoga Taívan-svæðisins, um Bandaríkin. Kevin Mc Carthy, þriðji valdamesti maður bandarískra stjórnvalda, átti mjög áberandi fund með Tsai.“

„Alvarlegt brot“ gegn reglunni um eitt Kína

Taívan og Kína | 6. apríl 2023

Tsai Ing-wen og Kevin MacCarthy funduðu í gær á Ronald …
Tsai Ing-wen og Kevin MacCarthy funduðu í gær á Ronald Reagan-bókasafninu í Simi-dal í Kaliforníu. AFP/Frederic J. Brown

„Þrátt fyrir ítrekaðar aðvaranir Kína heimiluðu Bandaríkin för Tsai Ing-wen, leiðtoga Taívan-svæðisins, um Bandaríkin. Kevin Mc Carthy, þriðji valdamesti maður bandarískra stjórnvalda, átti mjög áberandi fund með Tsai.“

„Þrátt fyrir ítrekaðar aðvaranir Kína heimiluðu Bandaríkin för Tsai Ing-wen, leiðtoga Taívan-svæðisins, um Bandaríkin. Kevin Mc Carthy, þriðji valdamesti maður bandarískra stjórnvalda, átti mjög áberandi fund með Tsai.“

Þetta er meðal þess sem segir í yfirlýsingu kínverska sendiráðsins á Íslandi sem borist hefur ritstjórn Morgunblaðsins og mbl.is.

Hafa kínversk stjórnvöld fordæmt fund McCarthy, forseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, með taívanska forsetanum í gær og umferð kínverskra hernaðarfarartækja á sundinu milli landanna aukist mjög, eins og gerðist þegar forveri McCarthy í embætti, Nancy Pelosi, fór í óvænta heimsókn til Taívans í fyrra.

Shandong og Nimitz á siglingu

Ræddu forsetinn og deildarforsetinn meðal annars vopn sem sá síðarnefndi kvað bráðnauðsynlegt að útvega Taívönum en Tsai lauk lofsorði á „sterkt og einstakt samband“ ríkjanna.

Chiu Kuo-cheng, varnarmálaráðherra Taívans, sagði í gær að her landsins fylgdist grannt með kínverska flugmóðurskipinu Shandong sem væri á sundinu ásamt fleiri kínverskum herskipum. Engar orrustuþotur hefðu sést hefja sig til flugs af þilfari Shandong og virtist för skipanna bera keim af heræfingum – tímasetning þeirra væri þó „viðkvæm“.

Staðfesti varnarmálaráðherrann einnig að bandaríska flugmóðurskipið Nimitz væri statt á sama hafsvæði en það hefur verið við æfingar með japanska og suðurkóreska sjóhernum á Austur-Kínahafi síðustu daga.

Röng skilaboð

Kínverjar hafa lagst mjög eindregið gegn öllum stuðningi Bandaríkjanna við Taívan sem kínversk stjórnvöld viðurkenna ekki sem ríki – reyndar gera Bandaríkjamenn það ekki heldur – samkvæmt stefnunni „eitt Kína“ sé Taívan hluti af Kína.

Segir enda í framangreindri yfirlýsingu kínverska sendiráðsins að fundurinn í Los Angeles í gær sé alvarlegt brot gegn meginreglunni „eitt Kína“ og sendi röng skilaboð til þeirra aðskilnaðarsinna sem aðhyllist sjálfstæði Taívans. „Kína leggst algjörlega gegn og fordæmir [fundinn],“ segir þar enn fremur.

CNN

NBC

BBC

mbl.is