Sjórn Icelandair segist meðvituð um þá óánægju sem ríkir meðal flugvirkja félagsins vegna gildandi kjarasamnings.
Sjórn Icelandair segist meðvituð um þá óánægju sem ríkir meðal flugvirkja félagsins vegna gildandi kjarasamnings.
Sjórn Icelandair segist meðvituð um þá óánægju sem ríkir meðal flugvirkja félagsins vegna gildandi kjarasamnings.
Í síðustu viku greindi mbl.is frá því að óánægja væri meðal flugvirkja Icelandair vegna ólíkra launahækanna kjarasamninga f-stéttanna þriggja, það er að segja flugmanna, flugfreyja og flugvirkja. Allar stéttirnar skrifuðu undir kjarasamninga er heimsfaraldurinn geisaði og gilda þeir til lok árs 2025.
Í skriflegu svari við fyrirspurn mbl.is segir Guðni Sigurðsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, að flugvirkjar séu með gildandi kjarasamning og um hann ríki friðarskylda.
„Icelandair gerir ráð fyrir að flugvirkjar virði gildandi kjarasamning.“
Í viðtali við mbl.is í síðustu viku sagði Grétar Guðmundsson, formaður Flugvirkjafélags Íslands (FVFÍ), að forsendur samningsins væru löngu brostnar miðað við efnahagsástandið en að félagið myndi ekki slíta samningnum.
Grétar sagði að flugvirkjar hafi fengið 3% launahækkun í desember árið 2019 og aftur 3% í janúar. Þá er búið að semja um 4% launahækkun í janúar árið 2024 og 4% árið eftir.
Samkvæmt samtölum mbl.is við flugvirkja Icelandair telja þeir sig vera að fá umtalsvert lægri launahækkanir en flugmenn og flugfreyjur eru að fá í ár.
Jens Bjarnason, framkvæmdastjóri rekstrarsviðs Icelandair Group, sendi póst á flugvirkja félagsins í lok mars þar sem hann bað starfsmenn að „nálgast málin með okkur með lausnamiðuðu hugarfari því það er óumdeilt að hagsmunir okkar allra fara saman“.
Hann sagði að ljóst væri að óánægja ríkti á meðal flugvirkja, einkum hinna yngri, með gildandi samning og þá sérstaklega umsamdar launahækkanir.
Þá sagði hann félaginu þyki verulega miður að finna þessa óánægju innan hópsins, „enda leggur Icelandair metnað sinn í að vera framúrskarandi vinnustaður fyrir allt starfsfólk sitt“.
Er mbl.is hafði samband við Jens þá beindi hann fyrirspurninni á upplýsingafulltrúa félagsins. Þá náðist ekki í Boga Nils Bogason, forstjóra Icelandair, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir.