„Ég er bara að liðast sundur af spenningi“

Páskar | 6. apríl 2023

„Ég er bara að liðast sundur af spenningi“

Myndlistarkonan Sigrún Hlín Sigurðardóttir fer inn í páskana eins og páskaungi sem er nýbúinn að klekjast út úr egginu. Ástæðan er ný myndlistarsýning sem var opnaði nýlega í kjallaranum í Epal á Laugavegi en Sigrún veit fátt betra en að skapa. Í dag er það myndlist en þegar hún var yngri var það páskaskraut.

„Ég er bara að liðast sundur af spenningi“

Páskar | 6. apríl 2023

Sigrún Hlín Sigurðardóttir ætlar vestur um páskana.
Sigrún Hlín Sigurðardóttir ætlar vestur um páskana. mbl.is/Kristinn Magnússon

Myndlistarkonan Sigrún Hlín Sigurðardóttir fer inn í páskana eins og páskaungi sem er nýbúinn að klekjast út úr egginu. Ástæðan er ný myndlistarsýning sem var opnaði nýlega í kjallaranum í Epal á Laugavegi en Sigrún veit fátt betra en að skapa. Í dag er það myndlist en þegar hún var yngri var það páskaskraut.

Myndlistarkonan Sigrún Hlín Sigurðardóttir fer inn í páskana eins og páskaungi sem er nýbúinn að klekjast út úr egginu. Ástæðan er ný myndlistarsýning sem var opnaði nýlega í kjallaranum í Epal á Laugavegi en Sigrún veit fátt betra en að skapa. Í dag er það myndlist en þegar hún var yngri var það páskaskraut.

Hvernig verða páskarnir hjá þér í ár?

„Það verður svo mikið stuð að ég er bara að liðast sundur af spenningi. Ég ætla að opna sýninguna „Alltaf að“ á nýjum prjónuðum verkum í Gallerí Úthverfu á Ísafirði og vitanlega nota ég ferðina til að fara á Aldrei fór ég suður. Svo hlakka ég líka svakalega til að kíkja á sýninguna „Svikull silfurljómi“ sem Una Björg vinkona mín er að opna á Súðavík í bakaleiðinni.“

Hvað finnst þér um páskaskraut og gula páskalitinn?

„Ég er almennt afar hlynnt hvers kyns stemningu þótt ég skreyti reyndar ekki mikið sjálf, og harmaði til dæmis mjög sem barn að það væru ekki til nein hress páskalög. Ég reyndi að syngja „Ég kveiki á kertum mínum“ en engum fannst skemmtileg stemning að heyra barn syngja um frelsarann negldan nakinn sem níðing upp á kross. Í ár hugsa ég að ég láti staðar numið við páskapeysuna, heiðgula dúnmjúka mohair-dásemd sem ég er nýbúin að kaupa í Hringekjunni. Þetta er allt í þágu stemningarinnar, því gulur fer mér algjörlega skelfilega. Ég kýs hann þó hiklaust fram yfir fjólubláan, lit páskaföstunnar sem minnir okkur á iðrun og yfirbót. Ég var mikið í sunnudagaskóla sem barn.“

Hvað er ómissandi að gera um páskana?

„Bara það sem maður vill, það er það sem er mest næs við páskana. Ég held að páskaeggjaleitin sé það eina sem fjölskyldan hefur sammælst um að sé viðeigandi að láta á móti sér á páskadag, eina páskana vorum við til dæmis í Noregi og það rigndi algjörlega linnulaust, felustaðirnir voru ekki hafðir mjög krefjandi það árið. Annars bendi ég öllum sem ætla að rolast á höfuðborgarsvæðinu yfir hátíðirnar að kíkja í kjallarann á Epal á Laugavegi, því þar verður hægt að sjá frábærlega skemmtilega myndlist eftir nokkrar af uppáhaldsmyndlistarkonunum mínum, Auði Lóu Guðnadóttur, Eddu Mac, Helgu Páleyju Friðþjófsdóttur og svo mig, á sýningunni „Reclutter“ sem opnaði síðasta föstudag.“

Föndrar þú um páskana?

„Ég var lítið föndurskrímsli þegar ég var krakki og skil enn þá ekki hvernig foreldrar mínir umbáru ringulreiðina sem ég olli á heimilinu í aðdraganda hverrar stórhátíðar á árunum 1993-1999. Ég er aðeins slakari í dag, en það er alltaf hægt að plata mig í gott eggjamálunarmissjón.“

Ertu með einhverjar matarhefðir um páskana?

„Foreldrar okkar hafa iðulega boðið okkur í geggjaða páskabrönsa, með eggjum og ávöxtum og alls konar góðu.“

Hvernig páskaegg langar þig í?

„Ég væri alveg til í linsoðið landsnámshænuegg með sriracha-sósu og sjávarsalti. Og svo eitt lítið súkkulaðiegg til að tryggja að mér opinberist málshátturinn sem mun verða leiðarljós mitt fram að páskum 2024.“

Áttu þér uppáhaldsmálshátt?

„Það er náttúrulega alltaf mjög gaman þegar fólk fær málshætti sem hitta beint í mark. Minn mjög svo athafnasami fjögurra ára sonur tók til dæmis forskot á páskasæluna um daginn á páskabingói Laugarnesskóla og fékk páskaegg með málshættinum „aumur er iðjulaus maður“. Hann hefur einsett sér að halda áfram að lifa eftir því.“

mbl.is