Kristjana hugar um heilsuna um páskana

Páskar | 6. apríl 2023

Kristjana hugar um heilsuna um páskana

Heilsukokkurinn Kristjana Steingrímsdóttir bjó lengi í Lúxemborg en er nú flutt til Íslands. Í meira en áratug hefur hún haldið vinsæl matreiðslunámskeið þar sem hollustan er í forgrunni. Hún töfraði fram grillað páskalamb ásamt gómsætu meðlæti.

Kristjana hugar um heilsuna um páskana

Páskar | 6. apríl 2023

Kristjana Steingrímsdóttir töfrar fram einstaka páskaveislu.
Kristjana Steingrímsdóttir töfrar fram einstaka páskaveislu. mbl.is/Ásdís Ásgeirsdóttir

Heilsukokkurinn Kristjana Steingrímsdóttir bjó lengi í Lúxemborg en er nú flutt til Íslands. Í meira en áratug hefur hún haldið vinsæl matreiðslunámskeið þar sem hollustan er í forgrunni. Hún töfraði fram grillað páskalamb ásamt gómsætu meðlæti.

Heilsukokkurinn Kristjana Steingrímsdóttir bjó lengi í Lúxemborg en er nú flutt til Íslands. Í meira en áratug hefur hún haldið vinsæl matreiðslunámskeið þar sem hollustan er í forgrunni. Hún töfraði fram grillað páskalamb ásamt gómsætu meðlæti.

Grillað lambafilet með kryddjurtapestói

  • 750 g lambafilet

Kryddjurtapestó

  • 1,5 dl ólífuolía
  • 1 búnt basilíka (um 20 g)
  • ½ búnt steinselja (um 10 g)
  • ½ búnt timían (um 10 g)
  • ½ búnt mynta (um 10 g)
  • 2 msk. léttristaðar kasjúhnetur
  • safi og börkur af hálfri sítrónu
  • 1 msk. hunang
  • ½ tsk. pipar
  • 1 tsk. salt

Aðferð

  1. Setjið allt fyrir kryddjurtapestóið í matvinnsluvél og maukið vel.
  2. Setjið um það bil þrjár matskeiðar af pestói á kjötið og látið marinerast í um það bil eina klukkustund.
  3. Grillið kjötið á heitu grilli í 2-3 mínútur á hvorri hlið eða aðeins lengur ef þið viljið hafa það meira eldað.
  4. Berið lambið fram með grilluðu graskerssalati og mangó-salsa og afganginum af pestóinu.
Hér má sjá lambakjötið með pestói áður en það var …
Hér má sjá lambakjötið með pestói áður en það var eldað. Ljósmynd/Kristjana Steingrímsdóttir

Graskerssalat með salatosti og döðlum

  • 1 grasker (butternut squash), fræhreinsað og saxað í litla bita
  • smá ólífuolía
  • salt og pipar eftir smekk
  • 1 msk. rótargrænmetiskryddblanda frá Kryddhúsinu
  • 1 box af grænu salati
  • handfylli af klettasalati
  • 1 krukka salatostur
  • 4 msk. þurrkuð trönuber
  • nokkrar greinar timían
  • 10 stykki steinlausar döðlur skornar í litla bita
  • 1-2 msk góð ólífuolía

Aðferð

  1. Setjið graskerið á bökunarplötu og skvettið yfir smá olífuolíu, salti, pipar og rótargrænmetiskryddblöndu frá Kryddhúsinu.
  2. Bakið í 180° heitum ofni í 25-30 mínútur.
  3. Takið út og kælið í nokkrar mínútur.
  4. Setjið salatið á disk, því næst bökuðu graskersbitana, salatost, trönuber, timían, döðlur og ólífuolíu.
Ljósmynd/Kristjana Steingrímsdóttir

Ananas-carpaccio

  • ¼ ananas
  • ½ límóna, safi og rifinn börkur
  • nokkur vínber eða bláber
  • 1/6 ferskur chili skorinn í þunnar sneiðar
  • 3 cm engiferrót rifin
  • smá kóríander gróft saxað
  • smá sprettur til skrauts
  • salt og pipar
  • skvetta af sítrónuolíu

Aðferð

  1. Skerið ysta lagið af ananasinum og skerið svo í þunnar sneiðar og raðið á stórt fat/disk.
  2. Rífið börkinn af límónunni og kreistið safann yfir ananassneiðarnar.
  3. Rífið engiferrót yfir allt og stráið berjum, chilisneiðum og kóríander yfir.
  4. Því næst smá salt, pipar og sítrónuolía.
mbl.is