Hvíta húsið kennir Donald Trump Bandaríkjaforseta um slæmar afleiðingar valdatöku talíbana í Afganistan sumarið 2021. Fjöldi fólks hélt á flugvöllinn í Kabúl til þess að flýja landið þar sem nú er breytt stjórnarfar og skert mannréttindi.
Hvíta húsið kennir Donald Trump Bandaríkjaforseta um slæmar afleiðingar valdatöku talíbana í Afganistan sumarið 2021. Fjöldi fólks hélt á flugvöllinn í Kabúl til þess að flýja landið þar sem nú er breytt stjórnarfar og skert mannréttindi.
Hvíta húsið kennir Donald Trump Bandaríkjaforseta um slæmar afleiðingar valdatöku talíbana í Afganistan sumarið 2021. Fjöldi fólks hélt á flugvöllinn í Kabúl til þess að flýja landið þar sem nú er breytt stjórnarfar og skert mannréttindi.
Ákvarðanir Donalds Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseta spiluðu þar stórt hlutverk að því er fram kemur í nýrri skýrslu þjóðaröryggisráðs Bandaríkjanna. Útdráttur úr skýrslunni hefur verið birtur.
Herlið Bandaríkjanna yfirgaf Kabúl, höfuðborg Afganistan um miðjan ágúst árið 2021 en þá höfðu talíbanar náð fjölda héraða landsins á sitt vald. Talíbanar réðust inn í Kabúl af fullum krafti þann 15. ágúst og náðu völdum í landinu í kjölfarið.
Í fyrrnefndri skýrslu er Trump kennt um atburðarásina, þó svo að stærsti hluti áætlunar þess efnis að draga herinn frá Afganistan hafi verið hrundið í framkvæmd. Fyrri hluta ársins 2021 fækkuðu Bandaríkjamenn í herliði sínu í Afganistan og sóttu talíbanar í sig veðrið.
Kemur fram í skýrslu þjóðaröryggisráðs að bandarísku leyniþjónustunni hafi mistekist að lesa í aðstæður. Þannig hafi stjórnarher Afganistan ekki búið yfir sama styrk og bandarísk stjórnvöld væntu auk þess sem þau vanmátu styrk talíbana.
Ekkert hefði getað komið í veg fyrir hörmungar vegna brotthvarfs Bandaríkjahers frá Afganistan, að mati þjóðaröryggisráðsins. Joe Biden hafi „neitað því að senda aðra kynslóð Bandaríkjamanna í stríð sem hefði átt að vera lokið fyrir löngu síðan“.