Ertu að ofskrúbba húðina?

Ertu að ofskrúbba húðina?

Rakel Ósk Guðbjartsdóttir, snyrtifræðingur og eigandi Eliru, segir að það skipti máli að ofskrúbba ekki á sér húðina í nýjum pistli: 

Ertu að ofskrúbba húðina?

Rakel Ósk Guðbjartsdóttir | 8. apríl 2023

Rakel Ósk Guðbjartsdóttir snyrtifræðingur og eigandi Eliru.
Rakel Ósk Guðbjartsdóttir snyrtifræðingur og eigandi Eliru. mbl.is/Kristinn Magnússon

Rakel Ósk Guðbjartsdóttir, snyrtifræðingur og eigandi Eliru, segir að það skipti máli að ofskrúbba ekki á sér húðina í nýjum pistli: 

Rakel Ósk Guðbjartsdóttir, snyrtifræðingur og eigandi Eliru, segir að það skipti máli að ofskrúbba ekki á sér húðina í nýjum pistli: 

Við viljum öll hugsa vel um húðina en ef rangt er farið að er hægt að ofgera henni. Að djúphreinsa eða skrúbba húðina er góð leið til að hreinsa dauðar húðfrumur og óhreinindi úr húðinni og ná fram hinum eftirsótta ljóma.

Vinsældir þess að nota andlitsvatn, korn eða serum hafa aldrei verið jafn miklar, getur verið að við séum að gera of mikið?

Merki ofskrúbbunar

Venjulega ætti að skrúbba eða djúphreinsa húðina ekki oftar en einu sinni til tvisvar í viku. Ef þú ert búin að vera að skella á þig ávaxtasýruserumi alla daga og nota kornaskrúbb í sturtunni þarf húðin örugglega pásu núna.

Þau ummerki sem gott er að fylgjast með ef þú heldur að þú sért að ofgera húðinni eru:

– Erting, bruni eða jafnvel flögnun
– Roði og bólgur í húðinni
– Bólur
– Þurrkur eða þurrkblettir
– Exemeinkenni

Með tímanum verður húðin þurr og flagnandi og gæti sýnt eins og útbrotseinkenni eins og til dæmis rauðar skellur um andlitið. Einnig gætu komið litlar bólur og húðin hætt að þola aðrar húðvörur sem þú notar.
Stundum virðist eins og þú þurfir að skrúbba húðina meira en hafa skal í huga að það þarf einungis að gera það einu sinni til tvisvar í viku.

Hvað skal gera ef um ofskrúbbun er að ræða?

Ef þú heldur að þú sért að ofskrúbba húðina og húðin er farin að sýna ákveðin einkenni er ekki flókið að ná bata fljótt. Þú vilt fá húðina aftur í sama horf og hún var áður, þannig að ef húðin var bólótt og feit viltu í raun bakka aftur á þann stað.

Til að ná bata sem fyrst: 

– Fyrir það fyrsta þarf að hætta að djúphreinsa (skrúbba) húðina, hvort sem það eru ávaxtasýrur eða korn
 Hættu að nota alla froðuhreinsa og retinol-vörur
 Skiptu yfir í milda hreinsa og ilmefnalaus krem
 Þú getur hjálpað varnarhjúpi húðar (skin barrier) að koma sér aftur í gott form með því að nota t.d. aquaphor, hydrocortisone eða aloe vera-gel á verstu svæðin.

Það getur tekið allt að 4-6 vikur að ná húðinni í samt horf.

Ekki þarf þó að óttast að byrja aftur á góðri húðumhirðu og halda áfram að djúphreinsa hana (skrúbba). Byrjaðu bara rólega, einu sinni í viku.

Höldum endilega áfram góðum húðvenjum, förum bara varlega og ekki ofgera húðinni og elta einhver tískuráð.

mbl.is