Kínverjar hefja heræfingar í kringum Taívan

Taívan og Kína | 8. apríl 2023

Kínverjar hefja heræfingar í kringum Taívan

Kínverjar hófu heræfingar í kringum Taívan í morgun. Litið er á æfingarnar sem aðvörun til ríkisstjórnar eyjunnar eftir að forseti Taívans fundaði með forseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings.

Kínverjar hefja heræfingar í kringum Taívan

Taívan og Kína | 8. apríl 2023

Hermaður frá Taívan á varðbergi vegna heræfinga Kínverja.
Hermaður frá Taívan á varðbergi vegna heræfinga Kínverja. AFP

Kínverjar hófu heræfingar í kringum Taívan í morgun. Litið er á æfingarnar sem aðvörun til ríkisstjórnar eyjunnar eftir að forseti Taívans fundaði með forseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings.

Kínverjar hófu heræfingar í kringum Taívan í morgun. Litið er á æfingarnar sem aðvörun til ríkisstjórnar eyjunnar eftir að forseti Taívans fundaði með forseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings.

Kínversk stjórnvöld fordæmdu fundinn. 

Heræfingarnar fara fram undir yfirskriftinni „Sameinað beitt sverð“ og eiga að standa yfir í þrjá daga. Að sögn ríkisfjölmiðils verður meðal annars æft hvernig skal umkringja Taívan, að því er sagði í yfirlýsingu Frelsishersins (PLA).

Tsai Ing-wen, forseti Taívans, fordæmdi æfingarnar þegar í stað og hét því að starfa með „Bandaríkjunum og öðrum svipað þenkjandi löndum“ gegn „áframhaldandi útþenslu einræðisstjórnar“.

Flugvélar og skip ásamt fjölda hermanna verða að störfum í Taívansundi og lofthelginni þar fyrir ofan.

mbl.is