48 tímar í Los Angeles

Borgarferðir | 9. apríl 2023

48 tímar í Los Angeles

Los Angeles í Bandaríkjunum er í uppáhaldi hjá mörgum. Veðrið er gott, strendurnar eru töfrandi og landslagið stórbrotið – hver elskar það ekki?

48 tímar í Los Angeles

Borgarferðir | 9. apríl 2023

Ljósmynd/Unsplash/Andre Frueh

Los Angeles í Bandaríkjunum er í uppáhaldi hjá mörgum. Veðrið er gott, strendurnar eru töfrandi og landslagið stórbrotið – hver elskar það ekki?

Los Angeles í Bandaríkjunum er í uppáhaldi hjá mörgum. Veðrið er gott, strendurnar eru töfrandi og landslagið stórbrotið – hver elskar það ekki?

Það er nóg um að vera í Los Angeles og margt að skoða, enda býður hún upp á fjölbreytta afþreyingu og merkileg kennileiti til að skoða. 

Að gera

Santa Monica-bryggjan

Eins og nafnið gefur til kynna er bryggjan staðsett í Santa Monica. Þar finnur þú lítinn skemmtigarð, bása og einstaklega fallegt útsýni yfir sjóinn og ströndina í kring.

Ströndin hefur komið fyrir í fjölmörgum kvikmyndum og þáttum á borð við Forrest Gump, Hancock, Charlie's Angels, Gilmore Girls, 90210, Grey's Anatomy, Modern Family og Gossip Girl svo eitthvað sé nefnt. 

Ljósmynd/Pexels/Juan Samudio

Santa Monica-bændamarkaðurinn

Los Angeles er frægt fyrir glæsilega bændamarkaði sína. Markaðurinn í Santa Monica þykir með þeim betri, en hann er opinn miðvikudaga, laugardaga og sunnudaga. Þar finnur þú það besta sem árstíðin hefur upp á að bjóða í grænmeti og ávöxtum auk annarra spennandi hluta.

Sumir af frægustu kokkum Los Angeles versla á þessum bændamarkaði, en markaðurinn er einnig vinsæll meðal heimamanna.

Að skoða

Hollywood-skiltið

Það er ekki hægt að fara til Los Angeles án þess að bera hið fræga Hollywoodskilti augum. Skiltið er frægt kennileiti staðsett í Hollywood-hæðum sem er hluti af Santa Monica-fjallgarðinum. 

Hver stafur er 14 metra hár og er skiltið um 110 metrar að lengd. Í ár eru 100 ár frá því skiltið var reist.

Ljósmynd/Unsplash/Lisha Riabinina

Hollywood Walk of Fame

Þetta fræga kennileiti samanstendur af meira en 2.700 stjörnum úr terrazzo-stein og kopar sem eru innbyggðar í gangstéttir meðfram Hollywood Boulvard og Vine Street. 

Stjörnurnar eru opinber minnisvarði um afrek í skemmtanaiðnaðinum, en á stjörnunum má sjá nöfn leikara, leikstjóra, framleiðenda, tónlistarmanna, skáldaðra persóna, leikhúshópum og fleirum.

Matur og drykkur

Taco 1986

Í Los Angeles blómstra matarvagnar enda staðsettir á hverju horni. Tacos 1986 er líflegur og eftirsóttur taco-staður sem opnaði nýverið fyrsta veitingastaðinn sinn í miðbæ Los Angeles eftir að hafa slegið í gegn með matarvögnum sínum.

Élephante

Élephante er veitingastaður og bar staðsettur við ströndina í Santa Monica. Frá staðnum er stórkostlegt útsýni yfir hafið og því ekki skrýtið að þetta sé vinsælasti staður Santa Monica fyrir kokteila í sólsetrinu. 

View this post on Instagram

A post shared by Élephante (@elephante)

mbl.is