Fermingarveislan sem verður aldrei toppuð!

Daglegt líf | 9. apríl 2023

Fermingarveislan sem verður aldrei toppuð!

Sá fyrirvari skal settur við þessa umfjöllun um fermingarveislu Berglindar Hreiðardóttur að hún er bæði matarbloggari og ljósmyndari og því getum við venjulega fólkið slakað á samanburðinum því það er bókstaflega hennar hlutverk í lífinu og gefa okkur hinum hugmyndir að því hvernig henda skuli í eina fyrirmyndarveislu. 

Fermingarveislan sem verður aldrei toppuð!

Daglegt líf | 9. apríl 2023

Sá fyrirvari skal settur við þessa umfjöllun um fermingarveislu Berglindar Hreiðardóttur að hún er bæði matarbloggari og ljósmyndari og því getum við venjulega fólkið slakað á samanburðinum því það er bókstaflega hennar hlutverk í lífinu og gefa okkur hinum hugmyndir að því hvernig henda skuli í eina fyrirmyndarveislu. 

Sá fyrirvari skal settur við þessa umfjöllun um fermingarveislu Berglindar Hreiðardóttur að hún er bæði matarbloggari og ljósmyndari og því getum við venjulega fólkið slakað á samanburðinum því það er bókstaflega hennar hlutverk í lífinu og gefa okkur hinum hugmyndir að því hvernig henda skuli í eina fyrirmyndarveislu. 

Berglindi þarf ekki að kynna enda margrómaður veisluhaldari og hefur gerst svo fræg að skrifa heila bók um veisluhöld. Það þarf því ekki að undra að fermingarveislan sem hún hélt á dögunum fyrir dóttur sína, Elínu Heiðu, hafi verið flottari en flest það sem við höfum hingað til séð. 

Hér voru heimagerðar veitingar í bland við aðkeyptar og öllu stillt upp á eins lekkeran hátt og hugsast getur. Undirrituð hefur dáðst að verkum hennar í mörg ár og meðal annars farið á kökunámskeið hjá henni og leigt af henni kökustanda fyrir veislur. Það er reyndar stórhættulegt að fara á námskeið hjá henni því síðan ég fór hef ég verið óþarflega vinsæll veislubakari hjá vinum og ættingjum og eiginlega búin að koma mér í vandræði. En það er önnur saga!

Berglind bakaði hér bæði hefðbundna kransaköku og svo Rice Krispies-kransaköku sem eru óhemju vinsælar um þessar mundir. Fermingarbarnið bakaði svo þriggja hæða kökuna með engri aðstoð móður sinnar en þær mæðgur gáfu saman út bókina Börnin baka fyrir síðustu jól. Það skyldi því engan undra að þessi veisla hafi sprengt alla skala. Fyrir þá sem vilja fá nákvæmari upplýsingar um veisluna er hægt að fara inn á matarblogg Berglindar: gotteri.is.

Ljósmynd/Berglind Hreiðarsdóttir
Ljósmynd/Berglind Hreiðarsdóttir
Ljósmynd/Berglind Hreiðarsdóttir
Ljósmynd/Berglind Hreiðarsdóttir
Ljósmynd/Berglind Hreiðarsdóttir
Ljósmynd/Berglind Hreiðarsdóttir
Ljósmynd/Berglind Hreiðarsdóttir
Ljósmynd/Berglind Hreiðarsdóttir
Ljósmynd/Berglind Hreiðarsdóttir
Ljósmynd/Berglind Hreiðarsdóttir
Ljósmynd/Berglind Hreiðarsdóttir
Ljósmynd/Berglind Hreiðarsdóttir
Ljósmynd/Berglind Hreiðarsdóttir
Ljósmynd/Berglind Hreiðarsdóttir
mbl.is