Herþotur og herskip frá Kína æfðu árásir á Taívan í morgun þegar þau umkringdu eyjuna á öðrum degi heræfinga sem efnt var til eftir fund forseta eyjarinnar með forseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings.
Herþotur og herskip frá Kína æfðu árásir á Taívan í morgun þegar þau umkringdu eyjuna á öðrum degi heræfinga sem efnt var til eftir fund forseta eyjarinnar með forseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings.
Herþotur og herskip frá Kína æfðu árásir á Taívan í morgun þegar þau umkringdu eyjuna á öðrum degi heræfinga sem efnt var til eftir fund forseta eyjarinnar með forseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings.
Stjórnvöld í Taívan hafa fordæmt æfingarnar, auk þess sem bandarísk stjórnvöld hafa beðið Kínverja um að sýna stillingu og segjast þau „fylgjast vel og vandlega með aðgerðum stjórnvalda í Peking“.
Heræfingar standa yfir í þrjá daga og á þeim að ljúka á morgun.
„Ég er dálítið áhyggjufullur. Ég væri að ljúga ef ég segði að ég væri það ekki,“ sagði Donald Ho, 73 ára, sem stundaði líkamsrækt í almenningsgarði í morgun í borginni Taipei.
„Ég hef áhyggjur vegna þess að ef stríð brýst út munu bæði löndin þurfa að þjást töluvert.“