Samningamenn frá Óman komu til Jemen í gær til að ræða vopnahlé á milli uppreisnarmanna úr röðum húta, sem eru studdir af Íran, og Sádi-Arabíu.
Samningamenn frá Óman komu til Jemen í gær til að ræða vopnahlé á milli uppreisnarmanna úr röðum húta, sem eru studdir af Íran, og Sádi-Arabíu.
Samningamenn frá Óman komu til Jemen í gær til að ræða vopnahlé á milli uppreisnarmanna úr röðum húta, sem eru studdir af Íran, og Sádi-Arabíu.
Aukinn kraftur hefur verið lagður í að leysa deiluna eftir að helsti erlendi stuðningsmaður ríkisstjórnar Jemens, Sádi-Arabía, undirritaði samning í síðasta mánuði um að lagfæra samskiptin við Íran.
Háttsettir erindrekar frá Sádi-Arabíu og Íran hittust í Peking, höfuðborg Kína, á fimmtudag. Þar hétu þeir því að standa saman í því að tryggja „öryggi og stöðugleika“ í Jemen.
Á þeim tæpa áratug síðan stríðið í Jemen hófst hafa hundruð þúsunda látist, bæði með beinum og óbeinum hætti. Sameinuðu þjóðirnar hafa lýst ástandinu sem verstu mannúðarkrísu heimsins.
Hútar náðu höfuðborginni Sanaa á sitt vald árið 2014 sem leiddi af sér deilu við stjórnvöld í landinu, sem undanfarin átta ár hafa notið stuðnings hernaðarbandalags sem er leitt af Sádi-Arabíu.