Spennan eykst á Taívan-sundi

Taívan og Kína | 11. apríl 2023

Spennan eykst á Taívan-sundi

Kínversk stjórnvöld tilkynntu í gær að þau hefðu náð öllum markmiðum heræfingar sinnar, sem haldin var í nágrenni Taívans yfir páskahelgina. Æfði kínverski herinn meðal annars loft- og eldflaugaárásir á eyjuna, sem og að setja hafnbann á hana.

Spennan eykst á Taívan-sundi

Taívan og Kína | 11. apríl 2023

Taívanskir hermenn sjást hér við loftvarnarbyssur í nágrenni höfuðborgarinnar Taípei …
Taívanskir hermenn sjást hér við loftvarnarbyssur í nágrenni höfuðborgarinnar Taípei um helgina. AFP/Varnarmálaráðuneyti Tíavans

Kínversk stjórnvöld tilkynntu í gær að þau hefðu náð öllum markmiðum heræfingar sinnar, sem haldin var í nágrenni Taívans yfir páskahelgina. Æfði kínverski herinn meðal annars loft- og eldflaugaárásir á eyjuna, sem og að setja hafnbann á hana.

Kínversk stjórnvöld tilkynntu í gær að þau hefðu náð öllum markmiðum heræfingar sinnar, sem haldin var í nágrenni Taívans yfir páskahelgina. Æfði kínverski herinn meðal annars loft- og eldflaugaárásir á eyjuna, sem og að setja hafnbann á hana.

Æfingarnar voru hugsaðar sem svar við fundi Tsais Ing-wen, forseta Taívans, með Kevin McCarthy, forseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, fyrir helgi, en kínversk stjórnvöld höfðu hótað því að bregðast hart við ef yrði af fundinum.

Í yfirlýsingu kínverska hersins sagði að æfingin hefði meðal annars reynt á samtakamátt hers, flota og flughers við „raunsannar bardagaaðstæður“. Þá sagði í yfirlýsingunni að hersveitirnar væru „reiðubúnar til orrustu, og gætu barist hvenær sem er“, auk þess sem þær myndu „brjóta niður af ákveðni allar tegundir af „sjálfstæði Taívans“, aðskilnaðarstefnu og erlendar tilraunir til íhlutunar“.

Í kínverskum ríkisfjölmiðlum kom fram að auk hafnbannsins hefði fjöldi flugvéla æft „loftbann“ á eyjuna, auk þess sem greint var frá því að annað af flugmóðurskipum Kínverja, Shandong, hefði tekið þátt í æfingunni. Varnarmálaráðuneyti Taívans fordæmdi æfinguna í gær og sagði hana grafa undan stöðugleika í heimshlutanum.

Sagði ráðuneytið í yfirlýsingu sinni að minnst 12 kínversk herskip og 91 orrustuþota hefðu verið í nágrenni eyjunnar í gær. Þar af hefðu 54 þotur farið inn fyrir þá línu, sem yfirvöld á Taívan segja að sé miðlína milli sín og meginlands Kína, en kínversk stjórnvöld segja eyjuna tilheyra sér.

Hægt er að nálgast umfjöllunina í heild sinni í Morgunblaðinu í dag.

mbl.is