Konan á bak við kökuna er matarbloggarinn Linda Ben en hún segist elska bragðið af möndlumjöli auk þess sem það geri kökuna næringarríkari.
Konan á bak við kökuna er matarbloggarinn Linda Ben en hún segist elska bragðið af möndlumjöli auk þess sem það geri kökuna næringarríkari.
Konan á bak við kökuna er matarbloggarinn Linda Ben en hún segist elska bragðið af möndlumjöli auk þess sem það geri kökuna næringarríkari.
„Ég geri alltaf möndlumjölið mitt sjálf, og möndlumjólkina reyndar líka, en það er alveg svakalega einfalt. Maður einfaldlega smellir möndlum í blandara og hakkar þær þar til þær eru orðnar að mjöli. Eina sem þarf að passa er að hafa blandarann ekki of lengi í gangi því þá geta þær byrjað að maukast og orðið að möndlusmjöri. Ég er með Nutribullet-blandara og þetta tók mig um það bil 5 til 10 sekúndur að breyta möndlunum mínum í möndlumjöl,“ segir Linda.
„Í staðinn fyrir hvítan sykur er notað blómahunang í þessa köku en einnig gefa hindberin kökunni sætt og gott bragð. Hindberin gera kökuna líka aðeins blautari og meira djúsí. Annars er þessi kaka einföld, inniheldur tiltölulega fá innihaldsefni og kallar ekki á of mikið af óhreinu leirtaui sem mér þykir alltaf kostur. Þessi kaka sómir sér vel á hvaða veisluborði sem er, sem og í bönsinn eða kaffiboðið þar sem gott er að bjóða upp á örlítið hollari valkosti.“
Heilsusamleg möndlu- og hindberjakaka
Hindberjarjómi
Aðferð: