Niðurfelling Blönduóssmáls kærð

Skotárás á Blönduósi | 14. apríl 2023

Niðurfelling Blönduóssmáls kærð til ríkissaksóknara

Ákvörðun embættis héraðssaksóknara að fella niður Blönduóssmálið svokallaða á grundvelli neyðarvarnar hefur verið kærð til embættis ríkissaksóknara sem nú skoðar framhaldið.

Niðurfelling Blönduóssmáls kærð til ríkissaksóknara

Skotárás á Blönduósi | 14. apríl 2023

Eftir árásina í fyrra streymdi fjöldi íbúa bæjarins í kirkjuna …
Eftir árásina í fyrra streymdi fjöldi íbúa bæjarins í kirkjuna þar sem fáni hafði verið dreginn í hálfa stöng, en það átti einnig við fjölmarga aðra staði í bænum þennan dag. mbl.is/Hákon

Ákvörðun embættis héraðssaksóknara að fella niður Blönduóssmálið svokallaða á grundvelli neyðarvarnar hefur verið kærð til embættis ríkissaksóknara sem nú skoðar framhaldið.

Ákvörðun embættis héraðssaksóknara að fella niður Blönduóssmálið svokallaða á grundvelli neyðarvarnar hefur verið kærð til embættis ríkissaksóknara sem nú skoðar framhaldið.

Rúv greinir frá því að aðstandendur árásarmannsins hafi kært þessa niðurstöðu, en mbl.is hafði áður fengið staðfest frá embætti ríkissaksóknara að kæra vegna niðurstöðunnar hefði borist embættinu 17. mars. Ekki höfðu þó fengist svör við því hver ákvörðun ríkissaksóknara um framhaldið yrði eða hvort sú afstaða lægi yfir höfuð fyrir.

Í ágúst í fyrra var skotárás á heimili á Blönduósi þar sem tveir létust og einn særðist alvarlega. Maður hafði komið vopnaður afsagaðri haglabyssu inn á heimilið, en útidyrahurð hússins var ólæst. Var hann með sjö haglaskot meðferðis.

Hélt húsráðandi síðar á eft­ir mann­in­um út úr hús­inu þar sem kom til orðaskipta sem enduðu á þann veg að hús­ráðandi var skot­inn í kvið og særðist al­var­lega. Þá fór árás­armaður­inn aft­ur inn í húsið og skaut eig­in­konu hús­ráðanda með þeim af­leiðing­um að hún lést. 

„Son­ur hús­ráðanda kom til aðstoðar og náði byss­unni af árás­ar­mann­in­um. Kom til mik­illa átaka á milli son­ar­ins og árás­ar­manns­ins en í ljós kom að árás­armaður­inn var með veiðihníf í vasa. Átök­in enduðu á þann veg að árás­armaður­inn lét lífið. Rétt­ar­krufn­ing hef­ur leitt í ljós að dánar­or­sök var köfn­un vegna þrýst­ings á háls og brjóst.

Staðreynt hef­ur verið að son­ur­inn hringdi fyrsta sím­tal til neyðarlínu og óskaði eft­ir aðstoð lög­reglu vegna bys­su­manns inni í hús­inu kl. 05.27. Lög­regla á bakvakt í um­dæm­inu var ræst út sjö og hálfri mín­útu síðar. Lög­regla var kom­in á vett­vang kl. 05.53 eða 26 mín­út­um frá fyrstu aðstoðarbeiðni,“ sagði í tilkynningu lögreglunnar frá því í febrúar þegar greint var frá ákvörðun héraðssaksóknara.

mbl.is