Pétur Jóhann er orðinn afi

Frægar fjölskyldur | 14. apríl 2023

Pétur Jóhann er orðinn afi

Leikarinn og skemmtikrafturinn, Pétur Jóhann Sigfússon, varð afi rétt fyrir páska þegar lítil stúlka kom í heiminn. 

Pétur Jóhann er orðinn afi

Frægar fjölskyldur | 14. apríl 2023

Pétur Jóhann Sigfússon er orðinn afi.
Pétur Jóhann Sigfússon er orðinn afi. mbl.is/Kristinn Magnússon

Leikarinn og skemmtikrafturinn, Pétur Jóhann Sigfússon, varð afi rétt fyrir páska þegar lítil stúlka kom í heiminn. 

Leikarinn og skemmtikrafturinn, Pétur Jóhann Sigfússon, varð afi rétt fyrir páska þegar lítil stúlka kom í heiminn. 

Pétur Jóhann greindi frá þessu í hlaðvarpsþættinum Beint í bílinn sem hann heldur úti ásamt Sverri Þóri Sverrissyni, eða Sveppa eins og hann er oftast kallaður.

„Við urðum amma og afi á miðvikudeginum fyrir páska. Klukkan 13:00 kom lítil ömmu- og afaskvís,“ segir Pétur Jóhann í þættinum, en hann er giftur Sigrúnu Halldórsdóttur. 

Pétur Jóhann og Sigrún gengu í það heilaga í október 2022 eftir að hafa verið saman í 15 ár. Saman eiga þau einn son og áttu fyrir eina dóttur hvor úr fyrri samböndum.

 Barnavefurinn óskar þeim innilega til hamingju með nýja hlutverkið!

mbl.is