Samkeppniseftirlitið hefur samþykkt kaup Vinnslustöðvarinnar hf. (VSV) á útgerðarfélagsins Ós ehf. og Leo Seafood ehf. í Vestmannaeyjum. Félögin þrjú fara samanlagt með 7% af aflahlutdeild í þorskígildiskílóum, en lögbundin hámarkshlutdeild er 12%.
Samkeppniseftirlitið hefur samþykkt kaup Vinnslustöðvarinnar hf. (VSV) á útgerðarfélagsins Ós ehf. og Leo Seafood ehf. í Vestmannaeyjum. Félögin þrjú fara samanlagt með 7% af aflahlutdeild í þorskígildiskílóum, en lögbundin hámarkshlutdeild er 12%.
Samkeppniseftirlitið hefur samþykkt kaup Vinnslustöðvarinnar hf. (VSV) á útgerðarfélagsins Ós ehf. og Leo Seafood ehf. í Vestmannaeyjum. Félögin þrjú fara samanlagt með 7% af aflahlutdeild í þorskígildiskílóum, en lögbundin hámarkshlutdeild er 12%.
„Það var niðurstaða Samkeppniseftirlitsins í þessu máli að ekki væru forsendur til íhlutunar samkvæmt samkeppnislögum, hvort sem litið væri til hinna tilkynntu yfirráða eða mögulegra víðtækari yfirráða,“ segir í tilkynningu á vef Samkeppniseftirlitsins.
Í tilkyningunni er vakin athygli á að „talsverð tengsl eru á milli VSV og FISK Seafood ehf. Í samrunaskrá kom þannig fram að FISK Seafood eigi tæpan 33% eignarhlut í VSV. Við gagnaöflun var jafnframt upplýst um samstarf þessara aðila við veiðar og vinnslu á makríl. Þá kom í ljós að aðstoðarkaupfélagsstjóri Kaupfélags Skagfirðinga, sem er eigandi FISK Seafood, situr í stjórn VSV.“
Þá segir að ekki hafi verið tekin afstaða til þess hvort fyrrnefnd tengsl gætu leitt til þess að til yfirráða hafi stofnast umfram það sem fram kom í samrunatilkynningu félaganna.
„Hins vegar leit eftirlitið til mögulegra víðtækari yfirráða við mat á efnislegum áhrifum samrunans. Í því sambandi mátti nefna að samkvæmt upplýsingum frá Fiskistofu myndu samrunaaðilar og FISK Seafood ráða yfir 12,33% af aflahlutdeildum. Væri það verkefni Fiskistofu að fylgja eftir að farið sé að ákvæðum fiskveiðistjórnunarlaga um hámarks aflahlutdeild og meta hvort aðilar séu tengdir í skilningi laga um stjórn fiskveiða.“
Fiskistofa gaf umsögn vegna málsins og gerði engar athugasemdir við samrunan.