Persónuvernd hefur nú til meðferðar kvörtun vegna tiltekinnar uppflettingar í Lyfjagátt. Þetta staðfestir Helga Sigríður Þórhallsdóttir sviðsstjóri eftirlits hjá Persónuvernd í svari við skriflegri fyrirspurn Morgunblaðsins.
Persónuvernd hefur nú til meðferðar kvörtun vegna tiltekinnar uppflettingar í Lyfjagátt. Þetta staðfestir Helga Sigríður Þórhallsdóttir sviðsstjóri eftirlits hjá Persónuvernd í svari við skriflegri fyrirspurn Morgunblaðsins.
Persónuvernd hefur nú til meðferðar kvörtun vegna tiltekinnar uppflettingar í Lyfjagátt. Þetta staðfestir Helga Sigríður Þórhallsdóttir sviðsstjóri eftirlits hjá Persónuvernd í svari við skriflegri fyrirspurn Morgunblaðsins.
Morgunblaðið greindi frá því í dag að dæmi eru um að starfsmenn apóteka hafi flett upp upplýsingum um þjóðþekkt fólk og miðlað þeim áfram til þriðja aðila.
Í fyrirspurn blaðsins til Persónuverndar staðfestir Helga að mál sé til meðferðar. Þá sagði hún að einnig að borist hafi ábending um að uppflettingar í Lyfjagátt af hálfu starfsmanna séu ekki skráðar og rekjanlegar.
Spurð hver næstu skref séu hjá Persónuvernd er varðar þessa tilteknu uppflettingu segir Helga að málið sé talið í forgangi.
„Málið er í skoðun hjá okkur og á þessu stigi getum við ekki sagt til um framhaldið. Persónuvernd lítur þó svo á að um forgangsmál sé að ræða, með hliðsjón af eðli upplýsinganna og ætluðu umfangi málsins,“ segir Helga.
Helga segir að í febrúar hafi Persónuvernd fundað með embætti landlæknis og Lyfjastofnun vegna uppflettinga í lyfjaverslunum.
„Persónuverndarlögin gera þá kröfu að þeir sem vinna með persónuupplýsingar tryggi ávallt öryggi þeirra með viðeigandi hætti. Það er sérstaklega mikilvægt þegar um er að ræða viðkvæm gögn á borð við heilsufarsupplýsingar, en upplýsingar um lyfjanotkun falla þar undir,“ segir Helga.
Hún segir ljóst að aðgerðaskráning sé eitt af því sem gerir mögulegt að hafa eftirlit með því hvort öryggi upplýsinga sé tryggt með viðunandi hætti.
Líkt og kom fram í umfjöllun Morgunblaðsins í dag er ekki rekjanlegt hvaða starfsmaður flettir upp hvaða upplýsingum í kerfinu. Það er ólíkt því sem þekkist í gagnagrunnum sem halda utan um jafn viðkvæm gögn og Lyfjagátt.
Þannig er til dæmis rekjanlegt hver flettir upp hvaða upplýsingum í gagnagrunni lögreglunnar, Löke, og í gagnagrunni heilbrigðiskerfisins, Sögu og Heilsugátt. Sama gildir um banka.