Þjóðþekktu fólki flett upp í Lyfjagátt

Lyfjagátt | 15. apríl 2023

Þjóðþekktu fólki flett upp í Lyfjagátt

Lyfjagagnagrunnur, betur þekktur sem lyfjagátt, er eðli málsins samkvæmt opinn starfsmönnum apóteka í landinu þannig að þeir geti afgreitt lyfseðilsskyld lyf. Aftur á móti er ekki hægt að sjá hvaða starfsmaður flettir upp í gáttinni og auðvelt er að deila upplýsingum þaðan til þriðja aðila.

Þjóðþekktu fólki flett upp í Lyfjagátt

Lyfjagátt | 15. apríl 2023

Apótekin eru ábyrg fyrir því að halda trúnað um lyfseðla.
Apótekin eru ábyrg fyrir því að halda trúnað um lyfseðla. Friðrik Tryggvason

Lyfjagagnagrunnur, betur þekktur sem lyfjagátt, er eðli málsins samkvæmt opinn starfsmönnum apóteka í landinu þannig að þeir geti afgreitt lyfseðilsskyld lyf. Aftur á móti er ekki hægt að sjá hvaða starfsmaður flettir upp í gáttinni og auðvelt er að deila upplýsingum þaðan til þriðja aðila.

Lyfjagagnagrunnur, betur þekktur sem lyfjagátt, er eðli málsins samkvæmt opinn starfsmönnum apóteka í landinu þannig að þeir geti afgreitt lyfseðilsskyld lyf. Aftur á móti er ekki hægt að sjá hvaða starfsmaður flettir upp í gáttinni og auðvelt er að deila upplýsingum þaðan til þriðja aðila.

Morgunblaðið hefur undir höndum gögn sem sýna það sem kalla má tilefnislausar uppflettingar (í fleirtölu) í lyfjagátt, þar sem starfsmenn í apótekum hafa flett upp þjóðþekktu fólki án þess að viðkomandi einstaklingar hafi átt þangað erindi og án þess að sala á lyfjum hafi farið fram.

Dreift til þriðja aðila

Embætti landlæknis, sem hefur umsjón með og ber ábyrgð á lyfjagáttinni, staðfestir í skriflegu svari til Morgunblaðsins að embættinu hafa borist ábendingar þar sem upplýsinga úr lyfjagátt hafi verið aflað að óþörfu og þeim dreift til þriðja aðila. Rúna Hauksdóttir Hvannberg, forstjóri Lyfjastofnunar, staðfestir einnig að stofnuninni hafi borist sambærilegar ábendingar.

Í svari til Morgunblaðsins áréttar Embætti landlæknis að það sé á ábyrgð apóteka að takmarka aðgengi við þá starfsmenn sem nauðsynlega þurfa á því að halda vegna starfs síns. Allar uppflettingar í lyfjaávísanagátt sæta aðgerðarskráningu, þar sem fram kemur hverjum var flett upp og hvort afgreiðsla lyfs fylgdi ávísun. Lyfjagáttin er þó þannig úr garði gerð að ekki liggur fyrir hver fletti upp í gáttinni þó hægt sé að sjá hvar og hverjum er flett upp.

Nánar er fjallað um málið í Morgunblaðinu í dag.

mbl.is