48 tímar í París

Borgarferðir | 16. apríl 2023

48 tímar í París

Það er ekki erfitt að falla fyrir borg ástarinnar, París í Frakklandi. Borgin hefur upp á ótal margt að bjóða, allt frá guðdómlegum arkitektúr og merkri listasögu yfir í tryllta matarsenu og rómantíska stemningu.

48 tímar í París

Borgarferðir | 16. apríl 2023

Ljósmynd/Unsplash/Alexander Kagan

Það er ekki erfitt að falla fyrir borg ástarinnar, París í Frakklandi. Borgin hefur upp á ótal margt að bjóða, allt frá guðdómlegum arkitektúr og merkri listasögu yfir í tryllta matarsenu og rómantíska stemningu.

Það er ekki erfitt að falla fyrir borg ástarinnar, París í Frakklandi. Borgin hefur upp á ótal margt að bjóða, allt frá guðdómlegum arkitektúr og merkri listasögu yfir í tryllta matarsenu og rómantíska stemningu.

Sama hvort þú ert á leið í rómantíska paraferð, spennandi vinkonuferð eða skemmtilega fjölskylduferð þá eru þetta staðirnir sem þú ættir ekki að missa af. 

Að gera

Upp í Eiffel-turninn

Turn Gustave Eiffel var byggður árið 1889, en hann er í dag eitt ástælasta og þekktasta kennileiti borgarinnar. Það er ómissandi að berja turninn augum, en fyrir þá sem vilja fara alla leið og upplifa turninn til fulls er tilvalið að fara upp í turninn og njóta útsýnisins yfir borgina. 

Louvre-safnið

Það er eiginlega ekki hægt að heimsækja París án þess að fara á Louvre-safnið, enda mest heimsótta safn heims. Þar finnur þú hina heimsfrægu Mónu Lísu auk 35 þúsund annarra listaverka og gripa með merka sögu. 

Ljósmynd/Unsplash/Mika Baumeister

Að skoða

Jardin du Luxembourg

Hinn frægi Jardin du Luxembourg er í jafn miklu uppáhaldi hjá heimamönnum og ferðalöngum. Þar er hægt að fara í lautarferðir eða rómantískar gönguferðir, eða einfaldlega dást að blómum og gróðri garðsins. 

Palais-Royal

Í Palais-Royal, sem er rétt hjá Louvre-safninu, finnur þú brot af því besta sem París hefur upp á að bjóða – verslanir, kaffihús, list, arkitektúr, merka sögu og stórkostlega garða. 

Ljósmynd/Unsplash/Alexandre Van Thuan

Matur og drykkur

Georges matsölustaður

Matsölustaðurinn er á þaki hins fræga Centre Pompidou sem opnaði árið 1977. Á þeim tíma var hönnun safnsins umdeild og þótti róttæk með iðnaðarpípum og stórum gluggum. 

Það er því mikil upplifun að fara á Georges sem veitir stórkostlegt útsýni yfir París.

Le Café Marly

Það er tilvalið að skella sér á Le Café Marly eftir að hafa spókað sig um á Louvre-safninu. Staðurinn er guðdómlega fallegur að innan, en í góðu veðri er fátt sem jafnast á við að sitja úti og njóta útsýnisins yfir Louvre-safnið. 

mbl.is