Sýrlandsforseti ekki lengur úti í kuldanum

Sýrland | 16. apríl 2023

Sýrlandsforseti ekki lengur úti í kuldanum

Sýrland hefur fengið boð á leiðtogafund Arababandalagsins, sem haldin verður í næsta mánuði.

Sýrlandsforseti ekki lengur úti í kuldanum

Sýrland | 16. apríl 2023

Sýrland tekur þátt í leiðtogafundi Arababandalagsins í fyrsta sinn í …
Sýrland tekur þátt í leiðtogafundi Arababandalagsins í fyrsta sinn í 12 ár. AFP

Sýrland hefur fengið boð á leiðtogafund Arababandalagsins, sem haldin verður í næsta mánuði.

Sýrland hefur fengið boð á leiðtogafund Arababandalagsins, sem haldin verður í næsta mánuði.

Bashar al-Assad, forseti Sýrlands, hefur um árabil verið einangraður frá öðrum Arabaríkjum vegna hrottalegrar aðfarar hans gegn eigin fólki. Í dag virðist þó sem mörg ríkjanna séu opin fyrir samstarfi við Assad á ný.

Á föstudag hittust embættismenn frá Persaflóaríkjunum, Jórdaníu, Egyptalandi og Írak í Sádi-Arabíu til að samræma stefnu bandalagsins í sambandi við Sýrland áður en Sádi-Arabía hýsir leiðtogafund þeirra í næsta mánuði.

12 ár af refsiaðgerðum

Sýrland var einn stofnríkja Arababandalagsins, en ríkinu var vísað úr því árið 2011. Í ár er því í fyrsta skipti síðan átökin í Sýrlandi hófust, fyrir 12 árum, sem fulltrúa fyrir hönd Sýrlands verður boðið.

Evrópusambandið, Bandaríkin og Arababandalagið hafa beitt Sýrland töluverðum refsiaðgerðum síðan átök hófust og hefur Rússland í raun verið eini bandamaður landsins um árabil.

Ekki náðist fullkomið samkomulag milli ríkjanna, um sameiginlega stefnu í sambandi við Sýrland og hvaða skilyrði verða sett til að endurbyggja samstarfið, en boðið í sjálfu sér sýnir vilja fyrir samstarfi. 

Kemur ekki á óvart að einræðisríki hafi breytt afstöðu sinni

Raunar átti breyting, í sambandi við viðhorf til samstarfs, sér þegar stað fyrir nokkrum árum. Árið 2018 lýstu nokkrir leiðtogar á svæðinu þörf á að endurbyggja samband við Sýrland og Sameinuðu arabísku furstadæmin tóku að vissu leyti upp diplómatísk tengsl að nýju, til að mynda með því að opna sendiráð sitt í Damaskus að nýju.

Ekki hafa allir þó breytt viðhorfum sínum í garð Sýrlands, en Bandaríkjaforsetinn Joe Biden, hyggst ekki breyta stöðu sinni í garð landsins né létta á refsiaðgerðum. Einnig hafa mannréttindasinnar í Sýrlandi og víðar lýst áhyggjum af breyttri stöðu nágrannalandanna. 

Anwar Bunni, sýrlenskur mannréttindasinni sem býr í Þýskalandi, kveðst ekki hissa að lönd eins og Sameinuðu arabísku furstadæmin og Sádi-Arabía, tvö einræðisríki sem hafa sjálf barist gegn andstæðingum sínum, hafi nú breytt afstöðu sinni til Sýrlands.

mbl.is