Vopnahléið ekki virt í Súdan og matvælaaðstoð hætt

Súdan | 16. apríl 2023

Vopnahléið ekki virt í Súdan og matvælaaðstoð hætt

Svo virðist sem umsamið vopnahlé í Súdan hafi ekki verið virt og nú hafa Sameinuðu þjóðirnar tilkynnt að hætt verði að veita matvælaaðstoð á svæðinu. Heyra mátti í skothríð nærri flugvellinum í Kartúm á milli klukkan 16 og 19 að staðartíma, á þeim tíma sem vopnahléð átti að standa yfir. 

Vopnahléið ekki virt í Súdan og matvælaaðstoð hætt

Súdan | 16. apríl 2023

Dökkir reykmekkir hafa verið algeng sjón um helgina í Kartúm, …
Dökkir reykmekkir hafa verið algeng sjón um helgina í Kartúm, höfuðborg Súdan. AFP

Svo virðist sem umsamið vopnahlé í Súdan hafi ekki verið virt og nú hafa Sameinuðu þjóðirnar tilkynnt að hætt verði að veita matvælaaðstoð á svæðinu. Heyra mátti í skothríð nærri flugvellinum í Kartúm á milli klukkan 16 og 19 að staðartíma, á þeim tíma sem vopnahléð átti að standa yfir. 

Svo virðist sem umsamið vopnahlé í Súdan hafi ekki verið virt og nú hafa Sameinuðu þjóðirnar tilkynnt að hætt verði að veita matvælaaðstoð á svæðinu. Heyra mátti í skothríð nærri flugvellinum í Kartúm á milli klukkan 16 og 19 að staðartíma, á þeim tíma sem vopnahléð átti að standa yfir. 

Stríðandi fylkingar féllust á tillögur Sameinuðu þjóðanna um þriggja klukkustunda langt vopnahlé til þess að koma við brýnni neyðaraðstoð á svæðinu í dag. 

Átök hafa staðið yfir frá morgni laugardags

Átökin standa milli Súdanshers og uppreisnarhers þar í landi en þau brutust út á laugardagsmorgun. 

Her Súdans er stjórnað af Abdel Fattah al-Bur­h­an en upp­reisn­ar­hern­um af hans næ­stráðanda Mohamed Hamd­an Daglo. Sam­an stóðu þeir að vald­arán­i 2021 og hafa stjórnað land­inu sam­an síðan þá. Kastaðist í kekki milli þeirra vegna fyr­ir­hugaðrar sam­ein­ing­ar herafl­ans.

Ríflega 50 manns hafa þurft að gjalda fyrir átökin með lífi sínu um helgina. 

Matvælaaðstoð hætt

Sameinuðu þjóðirnar hafa fallið frá öllum áformum um áframhaldandi matvælaaðstoð á svæðinu eftir að þrír starfsmenn á vegum stofnunarinnar létu lífið. Flugvél frá matvælaaðstoðardeild Sameinuðu þjóðanna er auk þess illa farinn eftir verkefnið.

„Við getum ekki sinnt þeim lífsnauðsynlegu verkefnum sem við viljum sinna ef það er ekki hægt að tryggja öryggi starfsfólks okkar,“ er haft eftir Cindy McCain forstöðumanni matvælaaðstoðar hjá Sameinuðu þjóðunum.

mbl.is