Að minnsta kosti 97 eru látnir vegna átakanna í Súdan og heyrast nú sprengingar víða í höfuðborginni Kartúm.
Að minnsta kosti 97 eru látnir vegna átakanna í Súdan og heyrast nú sprengingar víða í höfuðborginni Kartúm.
Að minnsta kosti 97 eru látnir vegna átakanna í Súdan og heyrast nú sprengingar víða í höfuðborginni Kartúm.
Átökin standa milli Súdanshers og uppreisnarhers þar í landi en þau brutust út á laugardagsmorgun.
Samtök lækna greindu frá því í morgun að hátt í 100 manns væru látnir vegna átakanna og að fjöldi væri særður. Þá er gert ráð fyrir að margir komist ekki á sjúkrahús vegna átakanna.
Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin greindi frá því að blóð, tæki og aðrar lífsnauðsynlegar vistir vantaði á „nokkur“ af níu sjúkrahúsum Kartúm.