Hvaða Love is Blind-pör eru enn saman?

Ást | 17. apríl 2023

Hvaða Love is Blind-pör eru enn saman?

Raunveruleikaþættirnir Love is Blind hafa notið gífurlegra vinsælda á streymisveitunni Netflix, en í nótt var síðasti þáttur í fjórðu þáttaröð sýndur og biðu aðdáendur með mikilli eftirvæntingu eftir lokaþættinum. 

Hvaða Love is Blind-pör eru enn saman?

Ást | 17. apríl 2023

Þáttaraðir Love is Blind hafa notið mikilla vinsælda á streymisveitunni …
Þáttaraðir Love is Blind hafa notið mikilla vinsælda á streymisveitunni Netflix, en alls hafa verið gefnar út fjórar þáttaraðir. Ljósmynd/imdb.com

Raunveruleikaþættirnir Love is Blind hafa notið gífurlegra vinsælda á streymisveitunni Netflix, en í nótt var síðasti þáttur í fjórðu þáttaröð sýndur og biðu aðdáendur með mikilli eftirvæntingu eftir lokaþættinum. 

Raunveruleikaþættirnir Love is Blind hafa notið gífurlegra vinsælda á streymisveitunni Netflix, en í nótt var síðasti þáttur í fjórðu þáttaröð sýndur og biðu aðdáendur með mikilli eftirvæntingu eftir lokaþættinum. 

Velgengni í stefnumótaþáttum er í besta falli lítil, en þó eru nokkur pör úr fyrstu þremur þáttaröðunum sem fundu ástina í raunveruleikasjónvarpi og eru enn saman í dag. 

Lauren Speed og Cameron Hamilton

Lauren Speed og Cameron Hamilton eru enn hamingjusamlega gift.
Lauren Speed og Cameron Hamilton eru enn hamingjusamlega gift. Skjáskot/Instagram

Hamilton-hjónin eru enn gift. Þau tóku þátt í fyrstu þáttaröð Love is Blind þar sem þau hrifu ekki einungis hvort annað heldur líka áhorfendur. Þau sýndu og sönnuðu fyrir áhorfendum að sönn ást geti myndast í sjónvarpi. 

Amber Pike og Matt Barnett

Amber Pike og Matt Barnett virðast enn vera í skýjunum …
Amber Pike og Matt Barnett virðast enn vera í skýjunum með hvort annað. Skjáskot/Instagram

Pike og Barnett tóku þátt í fyrstu þáttaröð Love is Blind og eru enn gift í dag. Ástarsaga þeirra er þó ekki fullkomin þar sem meðleikari þeirra, Jessica Batten, ætlaði ekki að gefast upp á að elta Barnett þrátt fyrir að hann væri trúlofaður Pike. Þrátt fyrir ágreining hjónanna eru þau enn hamingjusöm í dag. 

Matt Bolton og Colleen Reed

Matt Bolton og Colleen Reed eru enn gift, en búa …
Matt Bolton og Colleen Reed eru enn gift, en búa þó ekki saman. Skjáskot/Instagram

Bolton og Reed tóku þátt í þriðju þáttaröð Love is Blind. Þau áttu í þó nokkrum deilum í þáttunum en giftu sig að lokum og eru enn gift í dag. Hins vegar búa þau ekki saman eins og er, sama hvað það nú þýðir.

Alexa Alfia og Brennon Lemieux

Ástin blómstrar enn hjá Alexa Alfia og Brennon Lemieux.
Ástin blómstrar enn hjá Alexa Alfia og Brennon Lemieux. Skjáskot/Instagram

Alifia og Lemieux urðu ástfangin um leið og þau kynntust í þriðju þáttaröð Love is Blind og eru enn saman í dag. Þau virðast yfir sig ástfangin og voru í miklu uppáhaldi hjá áhorfendum þáttanna.

mbl.is