Lýkur athugun en sendir pillu á stjórnvöld

Lindarhvoll | 17. apríl 2023

Lýkur athugun en sendir pillu á stjórnvöld

Umboðsmaður Alþingis hefur lokið athugun sinni í tengslum við tilkynningu ráðuneytisins um birtingu vinnuskjala og þagnarskyldu sem tengist Lindarhvolsmálinu svokallaða. Segir umboðsmaður að ráðuneytið hafi tekið undir athugasemdir sínar um að orðalag tilkynningarinnar hafi ekki verið nægilega nákvæmt og breytt tilkynningunni. Þar með ljúki athugun umboðsmanns, en hann bendir hins vegar ráðherra á að þrátt fyrir breytinguna sé tilkynningin enn ekki fyllilega í samræmi við gildandi rétt og beinir því til ráðherra að skoða hvort ástæða sé fyrir ráðuneytið að breyta henni frekar.

Lýkur athugun en sendir pillu á stjórnvöld

Lindarhvoll | 17. apríl 2023

Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og Skúli Magnússon, umboðsmaður Alþingis.
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og Skúli Magnússon, umboðsmaður Alþingis. Samsett mynd

Umboðsmaður Alþingis hefur lokið athugun sinni í tengslum við tilkynningu ráðuneytisins um birtingu vinnuskjala og þagnarskyldu sem tengist Lindarhvolsmálinu svokallaða. Segir umboðsmaður að ráðuneytið hafi tekið undir athugasemdir sínar um að orðalag tilkynningarinnar hafi ekki verið nægilega nákvæmt og breytt tilkynningunni. Þar með ljúki athugun umboðsmanns, en hann bendir hins vegar ráðherra á að þrátt fyrir breytinguna sé tilkynningin enn ekki fyllilega í samræmi við gildandi rétt og beinir því til ráðherra að skoða hvort ástæða sé fyrir ráðuneytið að breyta henni frekar.

Umboðsmaður Alþingis hefur lokið athugun sinni í tengslum við tilkynningu ráðuneytisins um birtingu vinnuskjala og þagnarskyldu sem tengist Lindarhvolsmálinu svokallaða. Segir umboðsmaður að ráðuneytið hafi tekið undir athugasemdir sínar um að orðalag tilkynningarinnar hafi ekki verið nægilega nákvæmt og breytt tilkynningunni. Þar með ljúki athugun umboðsmanns, en hann bendir hins vegar ráðherra á að þrátt fyrir breytinguna sé tilkynningin enn ekki fyllilega í samræmi við gildandi rétt og beinir því til ráðherra að skoða hvort ástæða sé fyrir ráðuneytið að breyta henni frekar.

Jafnframt telur umboðsmaður að atvik þessa máls og fleiri sem hafi komið til skoðunar hjá embættinu bendi til þess að almennt kunni stjórnvöld að skorta fullnægjandi skilning á þeim reglum sem gilda um rétt almennings til aðgangs að vinnuskjölum svo og heimildum stjórnvalda til að birta þau umfram skyldu. Það hefur gefið umboðsmanni tilefni til að taka til athugunar að eigin frumkvæði þær almennu reglur sem um þetta gilda. Þetta kemur fram í bréfi umboðsmanns til ráðherra.

Umboðsmaður Alþingis óskaði fyrst eftir svörum frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu 17. mars í tengslum við tilkynningu ráðuneytisins um málefni Lindarhvols, félags sem sá um sölu á fjölda eigna ríkisins sem höfðu komið í hendur Seðlabankans, en í tilkynningunni kom fram að birting vinnuskjala ríkisendurskoðanda sé ólögmæt.

Lindarhvolsskýrslan færist á milli ríkisendurskoðenda

Málið er tilkomið þar sem Alþingi hafði samþykkt að fela ríkisendurskoðanda að gera úttekt á málefnum Lindarhvols. Þar sem þáver­andi rík­is­end­ur­skoðandi var van­hæf­ur í mál­inu var Sig­urður Þórðar­son sett­ur rík­is­end­ur­skoðandi í mál­efn­um Lind­ar­hvols. Áður en skýrsla hans var til­bú­inn var Skúli Eggert Þórðar­son skipaður rík­is­end­ur­skoðandi. Þar sem Skúli var ekki van­hæf­ur í mál­inu tók hann því við mál­efn­um Lind­ar­hvols af Sig­urði.

Var skýrsla Skúla á þá leið að eng­ar at­huga­semd­ir voru gerðar við rekst­ur fé­lags­ins. Ljóst var lengi að Sig­urður hafði ekki verið á sömu skoðun og af­henti hann meðal ann­ars ráðherra, Seðlabanka Íslands, Umboðsmanni Alþing­is og Lind­ar­hvoli grein­ar­gerð sína í mál­inu eft­ir að málið færðist frá hon­um. Kom loks form­lega í ljós við rekst­ur máls Frigus­ar gegn rík­inu og Lind­ar­hvoli hvað það var sem Sig­urður hafði gagn­rýnt. Sagði hann í vitn­is­b­urði sín­um að hann teldi ríkið hafa orðið af um 530 millj­ón­um við söl­una á hlutn­um í Klakka.

Deilt um birtingu á Alþingi

Sam­hliða þessu hef­ur hart verið deilt um birt­ingu grein­ar­gerðar­inn­ar á Alþingi. Hef­ur fjöldi þing­manna viljað að grein­ar­gerðin yrði gerð op­in­ber. Þá var tek­in ákvörðun í for­sæt­is­nefnd í fyrra um að op­in­bera skyldi grein­ar­gerðina án tak­mark­ana, en enn hef­ur það þó ekki verið gert. Hef­ur for­seti Alþing­is, Birg­ir Ármanns­son, borið fyr­ir sig að um sé að ræða vinnu­skjal rík­is­end­ur­skoðanda sem óheim­ilt sé að birta. Svaraði hann spurn­ing­um um málið á þingi í síðustu viku og sagði að úr­sk­urðanefnd um upp­lýs­inga­mál hefði í þrígang kom­ist að þeirri niður­stöðu að birt­ing væri óheim­il.

Ráðuneytið sagði birtingu ólöglega

Ráðuneytið tók undir þessa afstöðu Birgis í fyrrnefndri tilkynningu sinni. Seg­ir í til­kynn­ingu ráðuneyt­is­ins: „Ólög­legt er að gera vinnu­skjöl rík­is­end­ur­skoðanda op­in­ber sam­kvæmt 3. mgr. 15. gr. laga um rík­is­end­ur­skoðanda og end­ur­skoðun árs­reikn­inga. Úrsk­urðar­nefnd um upp­lýs­inga­mál hef­ur úr­sk­urðað um þetta atriði mörg­um sinn­um, þ.á.m. eft­ir að skýrslu Rík­is­end­ur­skoðunar var skilað árið 2020. Sjá nán­ar meðal ann­ars úr­sk­urði nefnd­ar­inn­ar nr. 826/​2019827/​2019967/​2021978/​2021 og 1041/​2021.“

Umboðsmaður óskar svara

Óskaði umboðsmaður í kjölfarið eftir svörum frá ráðuneytinu um þessa afstöðu og spurði hvort þarna sé átt við að birt­ing vinnu­skjala rík­is­end­ur­skoðanda sé al­mennt óheim­il eða hvort vísað hafi verið til þess skjals fyrr­ver­andi sett­ur rík­is­end­ur­skoðanda sem vikið var að í til­kynn­ing­unni. Vildi umboðsmaður fá að vita hvort farið hefði fram mat um birtingu þessa skjals eða ekki og hvaða lagasjónarmið búi þar að baki. Þá vildi umboðsmaður einnig fá að vita hvernig niðurstaða úrskurðarnefndar upplýsingamála um að stjórnvaldi sé heimilt að synja beiðni um aðgang að gögnum leiði sjálfkrafa til þess að stjórnvöldum sé skylt að synja aðgangsbeiðni.

Ráðuneytið svaraði 27. mars og sagði þar að að vegna sér­stakra þagn­ar­skyldu­ákvæða sé stjórn­völd­um að jafnaði ekki heim­ilt að veita auk­inn aðgang að upp­lýs­ing­um sem falli und­ir fyrr­nefnd þagn­ar­skyldu­ákvæði. „Enda ráði stjórn­valdið ekki sjálft þeim hags­mun­um sem þagn­ar­skyld­unni er ætlað að vernda. Stjórn­völd­um ber að meta í hverju til­viki hvort skjal falli, í heild eða að hluta, und­ir sér­stök þagn­ar­skyldu­ákvæði laga.“

Úr ólöglegt í „almennt óheimilt“

Í kjölfarið óskaði umboðsmaður svara hvort að fyrri tilkynning ráðuneytisins væri í samræmi við þau sjónarmiði sem komu fram í svari ráðuneytisins. Þann 5. apríl svaraði ráðuneytið á ný og sagði rétt að laga tilkynninguna. „Í samræmi við þá almennu stefnu ráðuneytisins að bregðast við ábendingum um vöntun á skýrleika eða nákvæmni og að leiðrétta slíkt eftir því sem frekast er unnt telur ráðuneytið rétt að uppfæra tilkynninguna með hliðsjón af þeim sjónarmiðum sem reifuð hafa verið í fyrri samskiptum við umboðsmann.“

Var þar í stað þess að fullyrða að ólöglegt sé að gera vinnuskjöl ríkisendurskoðanda opinber nú sagt að það væri „almennt óheimilt.“

Umboðsmaður ekki enn sáttur

Segist umboðsmaður með þessu telja að ráðuneytið fallist á sjónarmið sín, en tekur fram að þrátt fyrir þessa breytingu sé tilkynningin ekki enn rétt. „Ég bendi yður þó á að ég tel að umrædd tilkynning, eftir framanlýsta breytingu ráðuneytisins á henni, sé enn ekki fyllilega í samræmi við gildandi rétt. Hef ég þá í huga að heimildir stjórnvalda til að birta upplýsingar að eigin frumkvæði leiða til þess að telja verður að birting vinnuskjala ríkisendurskoðanda sé þeim almennt heimil.“

Heimilt að synja ekki það sama og að það verði að synja

Vísar umboðsmaður til laga 46/2016 og segir að orðalag þeirra verði að skilja á þann veg að við tilteknar aðstæður séu drög að skýrslum, greinargerðum og öðrum gögnum sem ríkisendurskoðandi hefur útbúið og eru hluti af máli sem hann ætlar að kynna Alþingi „undanþegi aðgangi,“ þ.e. undanþegin upplýsingarétti almennings.

Segir umboðsmaður að þetta þýði að við vissar aðstæður sé stjórnvöldum heimilt að synja beiðni um aðgang að slíkum gögnum. Það þýði þó ekki að birting þeirra sé þeim fortakslaust óheimil. Ráðist það af eðli máls og atvikum hverju sinni.

Úrskurðir úrskurðanefndar binda ekki hendur stjórnvalda með birtingu

Umboðsmaður gagnrýnir einnig að fullyrðing ráðuneytisins sé sett í samhengi við úrskurði úrskurðarnefndar um upplýsingamál þar sem nefndin hafi að jafnaði aðeins fjallað um það hvort stjórnvöldum hafi verið heimilt að synja beiðni um aðgang að gögnum. „Úrskurðir nefndarinnar binda þannig ekki hendur stjórnvalda þannig að þeim sé birting eða afhending gagna umfram lagaskyldu óheimil,“ segir í bréfi umboðsmanns til ráðherra.

Vegna þessa telur umboðsmaður tilefni til frumkvæðisskoðunar á skilningi innan stjórnsýslunnar á þeim réttarreglum sem gilda um aðgang almennings að vinnuskjölum og heimild stjórnvalda til að birta slík skjöl. Segir umboðsmaður í bréfinu að tilkynnt verði um niðurstöður þeirrar athugunar þegar þær liggja fyrir.

mbl.is