„Óþægilegt fyrir alla starfsmenn allra apóteka“

Lyfjagátt | 18. apríl 2023

„Óþægilegt fyrir alla starfsmenn allra apóteka“

Sigurbjörg Guðmundsdóttir, lyfjafræðingur og formaður Lyfjafræðingafélags Íslands, segir óþægilegt fyrir alla starfsmenn apóteka að upp hafi komið tilfelli þar sem starfsmaður apóteks hafi flett upp þjóðþekktum einstaklingum og dreift upplýsingunum til þriðja aðila. 

„Óþægilegt fyrir alla starfsmenn allra apóteka“

Lyfjagátt | 18. apríl 2023

Sigurbjörg segir óþægilegt fyrir alla starfsmenn apóteka að upp hafi …
Sigurbjörg segir óþægilegt fyrir alla starfsmenn apóteka að upp hafi komið tilfelli þar sem starfsmaður apóteks hafi flett upp þjóðþekktum einstaklingum og dreift upplýsingunum til þriðja aðila. Samsett mynd

Sigurbjörg Guðmundsdóttir, lyfjafræðingur og formaður Lyfjafræðingafélags Íslands, segir óþægilegt fyrir alla starfsmenn apóteka að upp hafi komið tilfelli þar sem starfsmaður apóteks hafi flett upp þjóðþekktum einstaklingum og dreift upplýsingunum til þriðja aðila. 

Sigurbjörg Guðmundsdóttir, lyfjafræðingur og formaður Lyfjafræðingafélags Íslands, segir óþægilegt fyrir alla starfsmenn apóteka að upp hafi komið tilfelli þar sem starfsmaður apóteks hafi flett upp þjóðþekktum einstaklingum og dreift upplýsingunum til þriðja aðila. 

Hún segir að sem starfandi lyfjafræðingur í apóteki þyki henni miður að svona eigi sér stað. „Það varpar skugga á allt hið góða starf sem á sér stað í apótekum. Við skulum ekki gleyma því að apótek leggja sig fram við að veita faglega þjónustu og eru mikilvægur hluti af heilbrigðiskerfi landsins,“ segir Sigurbjörg í samtali við mbl.is. 

mbl.is og Morgunblaðið hafa á síðustu dögum fjallað um að starfsfólk apóteks hafi flett upp þjóðþekktu fólki í Lyfjagátt og dreift upplýsingunum áfram til þriðja aðila. 

„Það er klárt mál að ef satt reynist að starfsmaður apóteks hafi flett upp einstaklingi og lekið upplýsingum til þriðja aðila þá er klárlega um lögbrot að ræða sem þarf að rannsaka sem slíkt,“ segir Sigurbjörg. 

Morg­un­blaðið hef­ur und­ir hönd­um gögn sem sýna það sem kalla má til­efn­is­laus­ar upp­flett­ing­ar í lyfjagátt, þar sem starfs­menn í apó­tek­um hafa flett upp þjóðþekktu fólki án þess að viðkom­andi ein­stak­ling­ar hafi átt þangað er­indi og án þess að sala á lyfj­um hafi farið fram.

Ákveðinn rekjanleiki til staðar

Spurð hvort hún telji það vera galla að nákvæmur rekjanleiki sé ekki til staðar í kerfinu segir hún að sá rekjanleiki sem sé til staðar ætti að vera nóg. Hægt er að rekja hvaða upplýsingum var flett upp, á hvaða tíma og í hvaða apóteki. Hins vegar er ekki hægt að rekja hvaða starfsmaður apóteksins fletti upplýsingunum upp og í hvaða tilgangi. 

„Að mínu mati ætti það að vera nóg til þess að hægt sé að taka á málum sem þessum. Auðvitað er mjög alvarlegt að starfsmaður apóteka sé að fletta upp viðskiptavinum af tilhæfulausu og leka til 3 aðila. Það er hreinlega brot á persónuverndarlögum, trúnaði sem og ætti það að vera brot á ráðningarsamningi.

Í hverju apóteki er leyfishafi. Viðkomandi er lyfjafræðingur sem ber ábyrgð á apótekinu og starfsmönnum þess og hann ætti að geta séð hvaða starfsmenn voru á vakt þegar brotið er framið. Með því móti ætti að vera hægt að komast til botns í málum sem þessum,“ segir Sigurbjörg. 

Í því framhaldi, telur þú að það sé nauðsynlegt að innleiða rekjanleika til að tryggja öryggi viðskiptavina?

„Það er ákveðinn rekjanleiki til staðar eins og ég lýsti, vissulega myndi einfalda rannsókn á máli sem þessu ef aðgang uppflettingar væri hægt að rekja niður á starfsmann en ekki einungis apótek. Þetta atriði þyrfti hreinlega að skoða nánar,“ segir Sigurbjörg. 

Eins og Morgunblaðið greindi frá stendur til að bæta aðgerðaskráningu í lyfjaávísanagátt (lyfjagátt) þannig að öll skráning sé aðgengileg á einum stað.

Ef upp kæmi atvik þar sem manneskju var flett upp af tilhæfulausu, er ekki óþægilegt fyrir starfsmenn á vaktinni að það sé ekki hægt að rekja hver fletti upp?

„Vissulega. Eins og staðan er núna þá er mjög óþægilegt fyrir alla starfsmenn allra apóteka að upp hafi komið tilfelli sem á að hafa gerst í einu apóteki. Aðalatriðið er að upplýsingar fólks séu tryggar.“

mbl.is