„Ég hef í sjálfu sér ekkert út á þessar ábendingar umboðsmanns að setja á þessu stigi. Ég get alveg unað þeim,“ segir Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, í samtali við mbl.is.
„Ég hef í sjálfu sér ekkert út á þessar ábendingar umboðsmanns að setja á þessu stigi. Ég get alveg unað þeim,“ segir Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, í samtali við mbl.is.
„Ég hef í sjálfu sér ekkert út á þessar ábendingar umboðsmanns að setja á þessu stigi. Ég get alveg unað þeim,“ segir Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, í samtali við mbl.is.
Í gær var greint frá því að umboðsmaður Alþingis hefði lokið athugun sinni í tengslum við tilkynningu ráðuneytisins um birtingu vinnuskjala og þagnarskyldu sem tengist Lindarhvolsmálinu svokallaða.
„Við brugðumst við og höfum fengið síðan þá niðurstöðu að þessari athugun er lokið. Jú, ég veiti því athygli að umboðsmaður setur málið í svona víðara samhengi með því að það kunni að vera tilefni til þess að ræða það á almennari nótum hvenær stjórnvöldum sé ekki óheimilt að veita aðgang þó að upplýsingarétturinn standi ekki til þess að menn eigi rétt á því að fá aðgang,“ segir Bjarni og á þar við hvenær stjórnvöldum sé heimilt að opinbera upplýsingar sem að upplýsingaréttur nær ekki yfir til þess að til dæmis fjölmiðlar hefðu aðgang að upplýsingunum.
„Þessi samskipti hafa nú dálítið þrengt sig verulega niður í það að fjármálaráðuneytið telur að eftir mat þá kunni í ákveðnum tilvikum að vera – að mati ráðuneytisins – óheimilt að opinbera upplýsingar. Það er kannski um það sem að þessar síðustu ábendingar snúast meðal annars,“ segir Bjarni.
Í tilkynningu umboðsmanns sagði að atvik málsins „bendi til þess að almennt kunni stjórnvöld að skorta fullnægjandi skilning á þeim reglum sem gilda um rétt almennings til aðgangs að vinnuskjölum svo og heimildum stjórnvalda til að birta þau umfram skyldu.“
Því verður tekið til skoðunar hvort ástæða sé til að fjalla um þetta atriði með almennum hætti.
„Ég held það gæti verið gagn að því að embættið myndi fara yfir málaflokkinn á breiðum grunni með almennri samantekt vegna þess að krafan um upplýsingar frá stjórnkerfinu er vaxandi. Það skiptir okkur sem að störfum í stjórnkerfinu mjög miklu máli að það sé ekki ágreiningur um þær reglur sem um þetta eiga að gilda,“ segir Bjarni.
Þýða þessi málalok af hálfu umboðsmanns endurskoðun á birtingu greinargerðar Sigurðar Þórðarsonar, fyrrverandi ríkisendurskoðanda?
„Nei, og ég lít ekki þannig á að þessi samskipti hafi raun og veru snúið að því. Heldur sneru þessar athugasemdir að orðalagi í tilkynningu frá fjármálaráðuneytinu. Við höfum gert breytingar á orðalaginu og munum mögulega gera það aftur í tilefni þessarar síðustu athugasemda,“ segir Bjarni en í tilkynningu umboðsmanns var bent á að þrátt fyrir breytingar sé tilkynningin enn ekki fyllilega í samræmi við gildandi rétt.
„Þetta erindi snerist aldrei um skyldu ráðuneytisins til þess að birta. Við erum enn þeirrar skoðunar að atvikin í þessu máli séu þess eðlis að það sé rétt mat hjá okkur að fjármálaráðuneytinu sé í rauninni ekki heimilt heldur að birta,“ segir Bjarni að lokum.