Hér er á ferðinni geggjuð uppskrift úr smiðju Lindu Ben sem við mælum heilshugar með því að þið smakkið.
Hér er á ferðinni geggjuð uppskrift úr smiðju Lindu Ben sem við mælum heilshugar með því að þið smakkið.
Hér er á ferðinni geggjuð uppskrift úr smiðju Lindu Ben sem við mælum heilshugar með því að þið smakkið.
Best er að útbúa marineringuna með svolitlum fyrirvara og leyfa bleikjunni að draga hana vel í sig. Ef þú nærð að láta bleikjuna liggja í marineringunni í klukkutíma þá er það mjög gott.
Annars er þetta rosalega fljótlegur réttur. Ég elska að bera fram quino sem meðlæti, það er mjög hollt, prótein og trefjaríkt, en fyrst og fremst elska ég hvað það tekur stuttan tíma að elda það. Maður einfaldlega skolar það fyrst í sigti til að ná í burtu beiska bragðinu, svo setjur maður það í pott með vatni, setur lokið á og sýður. Svo u.þ.b. 10-15 mín seinna er það tilbúið. Best er að fluffa það örlítið með gaffli áður en maður ber það fram.
Agúrkusalatið minnir svolítið á raita sósu en er einfaldari. Ágúrkan er sneidd í sneiðar (ég nota alltaf ostaskera í það), grísku jógúrti er blandað saman við lime safa, hunangi og salti&pipar og hellt yfir agúrkurnar.