Drykkurinn sem var hannaður fyrir ömmu

Daglegt líf | 20. apríl 2023

Drykkurinn sem var hannaður fyrir ömmu

Fréttir sem þessar vekja alltaf töluverða athygli enda hafa neytendur mikinn áhuga á nýjungum í matvælageiranum. Að sögn Örnu Hálfdánardóttur, sölu- og markaðsstjóra Mjólkurvinnslunnar Örnu, á drykkurinn sér skemmtilega sögu, þar sem amma hennar leikur lykilhlutverkið.

Drykkurinn sem var hannaður fyrir ömmu

Daglegt líf | 20. apríl 2023

Arna María Hálfdánardóttir og drykkurinn sem hannaður var fyrir ömmu.
Arna María Hálfdánardóttir og drykkurinn sem hannaður var fyrir ömmu.

Fréttir sem þessar vekja alltaf töluverða athygli enda hafa neytendur mikinn áhuga á nýjungum í matvælageiranum. Að sögn Örnu Hálfdánardóttur, sölu- og markaðsstjóra Mjólkurvinnslunnar Örnu, á drykkurinn sér skemmtilega sögu, þar sem amma hennar leikur lykilhlutverkið.

Fréttir sem þessar vekja alltaf töluverða athygli enda hafa neytendur mikinn áhuga á nýjungum í matvælageiranum. Að sögn Örnu Hálfdánardóttur, sölu- og markaðsstjóra Mjólkurvinnslunnar Örnu, á drykkurinn sér skemmtilega sögu, þar sem amma hennar leikur lykilhlutverkið.

„Við vorum að leita að spennandi nýjum vörum sem við gætum farið að framleiða og þá ekki endilega einhverju sem við höfum áður gert. Það kom til umræðu að amma getur ekki drukkið þessa hefðbundnu mjólkurpróteindrykki þar sem hún þolir þá illa og þeir geta verið þungir í magann. Flestir próteindrykkir á markaðnum eru gerðir úr mjólk. Fólk notar þá til að fá prótein en þolir kannski illa mjólkina. Okkur datt þá í hug hvort við gætum ekki notað mysupróteinið sem er notað í mjólkur-próteindrykkina sem próteingjafa í annars konar vöru. Þá kviknaði hugmyndin um að búa til kolsýrðan próteindrykk,“ segir Arna. Í kjölfarið fór af stað mikil vinna þar sem skoða þurfti hvar mörkin lægju, hvað hægt væri að hafa mikið mysuprótein í hverri einingu. Mikilvægt var að ná fram kostum mysupróteinsins en það eru ekki margir kolsýrðir drykkir sem innihalda það.“

Nafnið á sér sögu

„Nafnið er tilkomið út frá smá nostalgíu hjá okkur fjölskyldunni en fyrir 24 árum kom fyrsti tilbúni próteindrykkurinn á markað sem bar nafnið Primus og var þróaður af okkar eina sanna Hálfdáni [stofnanda Örnu -innsk. blm.]. Hann var þá starfandi samlagsstjóri hjá Mjólkursamlagi Ísfirðinga sem var og hét. Primus próteindrykkurinn var ekki lengi á markaði á þeim tíma enda virðist sem hann hafi komið aðeins of snemma á markaðinn. Það var svo nokkrum árum síðar sem sambærilegir próteindrykkir hófu innreið sína á markaðinn sem urðu og eru enn í dag mjög vinsælir,“ segir Arna.

Primus próteinvatnið er léttkolsýrt próteinvatn sem inniheldur 14 grömm af hágæðamysupróteini í hverri dós. Það er að sögn Örnu hugsað sem þægilegur og svalandi próteingjafi sem gefi fólki kost á að ná sér í prótein á einfaldan hátt. Drykkurinn er jafnframt svalandi og því afar heppilegur eftir góða æfingu.

Ekki orkudrykkur

Próteinvatnið inniheldur ekkert koffín og engan sykur, bara prótein og smá bragðefni. „Mér finnst mikilvægt að koma því líka á framfæri að þetta er ekki mysudrykkur og ekki orkudrykkur, þetta er ekki sambærileg vara við marga þá drykki sem eru mjög vinsælir á markaðnum í dag. Kostir hans eru aðrir en það sem þeir drykkir hafa fram að færa,“ segir Arna. Vöruþróunin stóð yfir í töluverðan tíma enda vandasamt að sögn Örnu að ná rétta jafnvægispunktinum í bragðinu. Mysupróteinið geti verið dálítið súrt á bragðið og því mikilvægt að bragðið verði rétt stillt; hvorki súrt né of sætt. „Við teljum okkur vera búin að ná rétta jafnvæginu og allar bragðprófanir hafa komið virkilega vel út.“

Þróaður út frá lýðheilsusjónarmiðum

Arna segir að drykkurinn hafi verið þróaður út frá lýðheilsusjónarmiðum um kolsýrða drykki en þeir kolsýrðu drykkir sem séu á markaðinum í dag innihaldi yfirleitt koffín og ýmis aukabragðefni. „Við vildum bjóða uppá kolsýrðan drykk sem innihéldi ekki koffín eða mikið af aukaefnum. Uppistaðan í próteinvatninu er bara vatn, prótein og sætuefni sem við notum til þess að vega upp á móti því súra bragði sem mysupróteinið gefur.“

Amma öll önnur

„Primus próteinvatn er í rauninni fyrir fólk á öllum aldri enda prótein mikilvægt næringarefni fyrir líkamann. Og af því að ég var nú búin að nefna hana ömmu, þá er gaman að segja frá því að hún tók eftir því að matarlystin fór að aukast eftir að hún byrjaði að drekka drykkinn reglulega. Hún talar um að líkamleg líðan hafi batnað, sem er gleðiefni og líkaminn að fá sín nauðsynlegu prótein í leiðinni. En annars er drykkurinn fyrst og fremst hugsaður sem þægilegur og svalandi próteingjafi sem er einföld leið til að fylla á próteintankinn, hvort sem það er bara í gegnum daginn, á eða eftir æfingu og um leið svala þorstanum. Hann er ferskur, svalandi og góður til að grípa með sér. Og auðvitað best að drekka hann ískaldan,“ segir Arna.

Öflugri vöruþróun

Mjólkurvinnslan Arna hefur vakið athygli fyrir öfluga vöruþróun og þá ekki síst nýjungagirni þar sem farið er út fyrir hefðbundinn ramma mjólkurvinnslu. Þannig hefur öflug haframjólkurlína litið dagsins ljós auk auðvitað próteinvatnsins. „Það hefur alltaf verið markmiðið okkar að vera í öflugri vöruþróun, finna það sem vantar á markaðinn og reyna okkar besta til þess að mæta þeirri þörf. Það var eins þegar Arna byrjaði fyrir tæplega tíu árum. Þá var markmiðið að bjóða fólki, sem ekki gæti neytt hefðbundinna mjólkurvara, upp á fjölbreytt úrval af ferskum mjólkurafurðum án laktósa. Úrvalið á þeim tíma var ansi dapurt og við vildum bæta úr því,“ segir Arna og segir svipað hafa verið upp á teningnum þegar dótturframleiðsla Örnu leit dagsins ljós. „Það var svipað með Veru Örnudóttur. Okkur fannst vanta úrval af ferskum og bragðgóðum vegan mjólkurafurðum fyrir þá sem þola ekki mjólkurvörur úr kúamjólk eða neyta þeirra ekki. Útkoman var mjög góð og viðtökurnar við Veru-vörunum verið frábærar. Okkur finnst áhugavert og spennandi að prófa okkur áfram með nýja og öðruvísi hluti og enn betra ef við náum að uppfylla einhverja þörf sem er til staðar. Þá er markmiðinu okkar náð, sem er að allir geti setið við sama borð, burtséð frá óþoli eða ofnæmi.“

Þakklát fyrir viðtökurnar

Reksturinn hefur gengið vel undanfarin ár þó Arna segi að vissulega gangi oft á ýmsu og að margir utanaðkomandi þættir hafi haft áhrif á starfsemina. „Við höldum ótrauð áfram veginn með bjartsýni og jákvæðnina í vasanum og höldum bara áfram að gera það sem við gerum best, að framleiða góðar vörur og að þjónusta okkar viðskiptavini sem best við getum. Við erum virkilega þakklát fyrir viðtökurnar og viðmótið í okkar garð síðastliðin ár og það er það sem knýr okkur áfram,“ segir Arna.

Margt fram undan

Arna segir spennandi tíma fram undan hjá fyrirtækinu enda þrífist þau best þegar mikið er í gangi. „Við erum að vinna að nýjum bragðtegundum á sumum vörutegundum, bæði Örnuvörum og Veru-hafravörunum og nýjum vörum. Þar á meðal er spennandi samstarfsverkefni sem við höfum verið að vinna að með Te og Kaffi sem við hlökkum til að kynna mjög fljótlega. Svo ætlum við að fagna tíu ára starfsafmæli í september, sem mér finnst reyndar alveg ótrúlegt. Enda hefur þessi tími liðið mjög hratt, sem hann vill oft gera þegar vel gengur og maður hefur gaman af því sem maður er að gera, sem er klárlega tilfellið hjá okkur.“

mbl.is