Hvað er ljúffengara en lostafullt heitt rúllubrauð með bráðnum osti? Nú, eða heitur brauðréttur með brokkolí?
Hvað er ljúffengara en lostafullt heitt rúllubrauð með bráðnum osti? Nú, eða heitur brauðréttur með brokkolí?
Hvað er ljúffengara en lostafullt heitt rúllubrauð með bráðnum osti? Nú, eða heitur brauðréttur með brokkolí?
Íslendingar fóru að bjóða upp á heita brauðrétti í veislum í kringum 1980. Mögulega voru einhverjir fyrr á ferð en í Morgunblaðinu 2. mars 1974 er sagt frá afar girnilegum brauðrétti. Rétturinn var talinn heppilegur í teiti sem boðið var í eftir bíóferðir eða leikhús. Í greininni er mælt með því að fólk skeri snittubrauð eða annað franskbrauð eftir endilöngu, taki innan úr brauðunum og smyrji til helminga með smjöri og sinnepi. Sneiðar af spægipylsu eru lagðar ofan á ásamt söxuðum hráum lauk. Þá er tómatsneiðum og sundurskornum ólífum komið fyrir ofan á lauknum. Ofan á þetta voru svo settar þunnar sneiðar af mildum feitum osti. Brauðhelmingarnir voru settir inn í ofn og hitaðir við 225 gráður eða þar til osturinn var bráðinn og brauðið orðið heitt.
Allar götur síðan hefur heitt brauð og rúllubrauð verið arfavinsælt þegar töfra á fram alvöru veislu. Fólk fær vatn í munninn við það eitt að finna lyktina af bráðnum osti. Þetta er ekki ósvipað og gerist í flugvélum. Um leið og fyrsti farþeginn pantar sér heita baguettu með skinku og osti verður öll flugvélin svöng.
Það er hægt að fara ýmsar leiðir til þess að búa til hinn fullkomna brauðrétt. Hér eru tillögur sem gætu hentað í þína veislu:
Aðferð
Það þarf að baka brauðið í 40 mínútur við 200 gráður.
Á vefnum gottimatinn.is er að finna margar girnilegar uppskriftir að heitum brauðréttum. Það er ekkert skrýtið þar sem ostur leikur stórt hlutverk ef brauðrétturinn á að vera gómsætur.
Aðferð
Þegar fólk útbýr brauðrétti fyrir stóra veislu þá þarf það að muna að veislugestir elska heita brauðrétti.