Hættir rannsókn í máli Vítalíu gegn þremur mönnum

Vítalía stígur fram | 21. apríl 2023

Hættir rannsókn í máli Vítalíu gegn þremur mönnum

Héraðsaksóknari hefur tekið ákvörðun um að hætta rannsókn vegna kæru Vítalíu Lazareva á hendur Hreggviði Jónssyni.

Hættir rannsókn í máli Vítalíu gegn þremur mönnum

Vítalía stígur fram | 21. apríl 2023

Héraðssaksóknari hefur hætt rannsókn sinni.
Héraðssaksóknari hefur hætt rannsókn sinni. mbl.is/Hjörtur

Héraðsaksóknari hefur tekið ákvörðun um að hætta rannsókn vegna kæru Vítalíu Lazareva á hendur Hreggviði Jónssyni.

Héraðsaksóknari hefur tekið ákvörðun um að hætta rannsókn vegna kæru Vítalíu Lazareva á hendur Hreggviði Jónssyni.

Hreggviður sendi frá sér yfirlýsingu þessa efnis í dag.

Segir Hreggviður að niðurstaðan komi honum ekki á óvart enda hafi hann frá upphafi sagst ekki hafa verið brotlegur við lög.

Atburðarásin fjarstæðukennd

Hreggviður kveðst munu ætíð sjá eftir því að hafa ekki stigið út úr þeim aðstæðum sem málið hverfðist um og ítrekar að þær hafi skapast að frumkvæði Arnars Grant og Vítalíu sjálfrar.

Hreggviður segir atburðarás síðustu mánaða hafa verið erfiða og á köflum fjarstæðukennda og að afleiðingar hafi verið miklar fyrir þau sjálf ekki síður en marga aðra. Hann segir málið hafa tekið mikið á sig og fjölskyldu sína og að það væri léttir að því væri lokið.

Ríkisútvarpið greinir frá því að einnig hafi rannsókn verið hætt vegna kæru Vítalíu á hendur þeim Þórði Má Jóhannessyni og Ara Edwald.

Vítalía muni kæra

Þar kemur enn fremur fram að Vítalía hyggist kæra ákvörðun héraðssaksóknara til ríkissaksóknara, meðal annars vegna þess að ekki hafi verið rætt við öll vitni í málinu og að sakargögn vanti.

Kolbrún Garðarsdóttir, réttargæslumaður Vítalíu, segir í samtali við ríkismiðilinn að mat saksóknara hafi verið að framburður vitnanna sem um ræðir hafi ekki skipt máli. Kolbrún segist ósammála því mati og telur tilfeni til að ljúka við rannsókn málsins.

Þeir Hreggviður, Þórður Már og Ari kærðu Vítalíu og Arnar Grant fyrir tilraun til fjárkúgunar, hótanir og brot á friðhelgi einkalífs í júní á síðasta ári.

Yfirlýsing Hreggviðs:

Ég get staðfest að héraðssaksóknari hefur tekið ákvörðun um að hætta rannsókn vegna kæru Vitaliu Lazarevu á hendur mér. 

Sú niðurstaða kemur mér ekki á óvart enda hef ég frá upphafi sagt að ég hafi ekki gerst brotlegur við lög. Ég mun ætíð sjá eftir því að hafa ekki stigið út úr umræddum aðstæðum en líkt og fram hefur komið þá var frumkvæðið þeirra tveggja, Arnars Grants og Vitaliu. 

Atburðarás síðustu mánaða hefur verið erfið og á köflum fjarstæðukennd. Afleiðingarnar af þessu máli hafa verið miklar, ekki síður fyrir þau sjálf, en einnig marga aðra. Þetta mál hefur tekið mikið á mig og fjölskyldu mína og það er því léttir að því sé lokið.

mbl.is