Yfir 400 drepnir og 3.500 særst

Súdan | 21. apríl 2023

Yfir 400 drepnir og 3.500 særst

Meira en 400 manns hafa verið drepnir og yfir 3.500 særst í átökunum sem hafa staðið yfir í Súdan að undanförnu, að sögn Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar.

Yfir 400 drepnir og 3.500 særst

Súdan | 21. apríl 2023

Reykur skammt frá svæði flugvallarins í Kartúm, höfuðborg Súdans, fyrr …
Reykur skammt frá svæði flugvallarins í Kartúm, höfuðborg Súdans, fyrr í vikunni. Mikil átök hafa átt sér stað í landinu. AFP

Meira en 400 manns hafa verið drepnir og yfir 3.500 særst í átökunum sem hafa staðið yfir í Súdan að undanförnu, að sögn Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar.

Meira en 400 manns hafa verið drepnir og yfir 3.500 særst í átökunum sem hafa staðið yfir í Súdan að undanförnu, að sögn Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar.

Að minnsta kosti níu börn eru á meðal látinna og yfir 50 hafa særst, sagði talskona stofnunarinnar, Margaret Harris, á blaðamannafundi.

Harðir bardagar hafa geisað á milli Súdanshers og uppreisnarhersins RSF eftir að ekki tókst að halda umsamið vopnahlé í landinu.

mbl.is