Af hverju ríkir þögn um þetta sakamál?

Dagmál | 24. apríl 2023

Af hverju ríkir þögn um þetta sakamál?

Páll Vilhjálmsson framhaldsskólakennari, blaðamaður og bloggari telur að kynslóðaskipti í blaðamannastétt muni eiga sér stað þegar loks verði horfst í augu við veruleikann í tengslum við svokallað byrlunarmál. Hann er á þeirri skoðun að yngri blaðamenn muni einfaldlega hafna þeim vinnubrögðum sem hann telur að hafi verið viðhöfð af hálfu fimm blaðamanna í tengslum við stuld á síma og afritun hans, þegar eigandinn lá á gjörgæslu og var ekki hugað líf.

Af hverju ríkir þögn um þetta sakamál?

Dagmál | 24. apríl 2023

Páll Vilhjálmsson framhaldsskólakennari, blaðamaður og bloggari telur að kynslóðaskipti í blaðamannastétt muni eiga sér stað þegar loks verði horfst í augu við veruleikann í tengslum við svokallað byrlunarmál. Hann er á þeirri skoðun að yngri blaðamenn muni einfaldlega hafna þeim vinnubrögðum sem hann telur að hafi verið viðhöfð af hálfu fimm blaðamanna í tengslum við stuld á síma og afritun hans, þegar eigandinn lá á gjörgæslu og var ekki hugað líf.

Páll Vilhjálmsson framhaldsskólakennari, blaðamaður og bloggari telur að kynslóðaskipti í blaðamannastétt muni eiga sér stað þegar loks verði horfst í augu við veruleikann í tengslum við svokallað byrlunarmál. Hann er á þeirri skoðun að yngri blaðamenn muni einfaldlega hafna þeim vinnubrögðum sem hann telur að hafi verið viðhöfð af hálfu fimm blaðamanna í tengslum við stuld á síma og afritun hans, þegar eigandinn lá á gjörgæslu og var ekki hugað líf.

Páll er gestur Dagmála í dag en hann hefur skrifað tugi bloggfærslna um málið. Hann gagnrýnir að meginstraums fjölmiðlar hafi ekki tekið málið upp og flutt af því fréttir eins og almennt er gert í sakamálum.

Hann upplýsir í þættinum að hann hafi komist á snoðir um þetta mál fyrir tilviljun og það hafi vakið áhuga hans. Bloggskrifin sem hann setur fram undir titlinum Tilfallandi athugasemdir hafa vakið hörð viðbrögð og meðal annars leitt til dómsmála og var Páll nýlegur dæmdur fyrir ærumeiðandi ummæli í garð þessara blaðamanna sem hann hefur verið að fjalla um. Páll hefur áfrýjað því máli.

Páll er framhaldsskólakennari en hefur reynslu af blaðamennsku og er menntaður í faginu frá skólum í Noregi og Bandaríkjunum. Hann ætlar að halda áfram að fjalla um þetta mál og telur víst að gefnar verði út ákærur á hendur einhverjum þeirra blaðamanna sem nú eru sakborningar í rannsókn lögreglu. Hann hefur raunar haldið því fram áður og nefnt tímasetningar sem ekki hafa staðist.

Í myndskeiðinu sem fylgir fréttinni grípum við niður í þáttinn með Páli en áskrifendur Morgunblaðsins geta horft á þáttinn í heild sinni hér fyrir neðan. 

mbl.is