Að sögn rússneskra yfirvalda fannst úkraínskur dróni fyrir utan Moskvu í dag. Skrúðgöngu Sigurdagsins 9. maí í úthverfinu Bogorodsky hefur því verið frestað.
Að sögn rússneskra yfirvalda fannst úkraínskur dróni fyrir utan Moskvu í dag. Skrúðgöngu Sigurdagsins 9. maí í úthverfinu Bogorodsky hefur því verið frestað.
Að sögn rússneskra yfirvalda fannst úkraínskur dróni fyrir utan Moskvu í dag. Skrúðgöngu Sigurdagsins 9. maí í úthverfinu Bogorodsky hefur því verið frestað.
Rússnesk yfirvöld hafa áður sakað Úkraínumenn um drónaárásir á rússnesku yfirráðasvæði.
Igor Sukhin, héraðsstjóri í Bogorodsky, sem er úthverfi Moskvu, greindi frá því í dag að íbúi hafi fundið úkraínskan dróna í skógi í Bogorodsky.
„Þetta er ekki fyrsti dróninn sem hefur fundist nærri Moskvu,“ sagði Sukhin á Telegram og bætti við að svipaður dróni hafi fundist í febrúar í borginni Kolomna, sem er um 100 kílómetrum suðaustur af Moskvu.
Sukhin sagði að því væri skrúðgöngu og öðrum hátíðarhöldum Sigurdagsins, er Rússar fagna lokum síðari heimsstyrjaldarinnar, frestað í Bogorodsky.
„Allir skilja að öryggismál hafa alltaf og munu alltaf vera í fyrsta sæti.“
Að sögn Dimitrí Peskov, talsmanns rússneska stjórnvalda, verður Sigurdeginum fagnað á Rauða torginu í Moskvu líkt og gert er árlega.