Twitter auðkenndi falskan Disney-aðgang

X | 24. apríl 2023

Twitter auðkenndi falskan Disney-aðgang

Samfélagsmiðilinn Twitter auðkenndi falskan aðgang fyrir fyrirtækið Disney um helgina. 

Twitter auðkenndi falskan Disney-aðgang

X | 24. apríl 2023

Mikil óvissa hefur ríkt um auðkennda aðganga Twitter.
Mikil óvissa hefur ríkt um auðkennda aðganga Twitter. AFP/Alastair Pike

Samfélagsmiðilinn Twitter auðkenndi falskan aðgang fyrir fyrirtækið Disney um helgina. 

Samfélagsmiðilinn Twitter auðkenndi falskan aðgang fyrir fyrirtækið Disney um helgina. 

BBC greinir frá því að Twitter hafi auðkennt aðganginn @DisneyJuniorUK með gylltum stimpli áður en aðganginum var lokað fyrir óviðeigandi tíst. Raunverulegur aðgangur Disney Junior fékk einnig auðkenningu. 

Eigandi aðgangsins tísti „þetta getur ekki verið satt. Er einhver til í að klípa mig eða eitthvað“. Tístið fór um netheima eins og eldur í sinu. 

Óvissa hefur ríkt um auðkennda aðganga Twitter eftir að Elon Musk, for­stjóri Twitter, til­kynnti í nóv­em­ber að brátt tæki við áskrift­arþjón­usta þar sem fólki væri gert að greiða fyr­ir auðkenninguna. 

Um helgina misstu margir frægir einstaklingar bláa stimpilinn sinn, þar á meðal söng­kon­an Beyonce og Frans páfi. Stimp­ill­inn kom fyrst til sög­unn­ar árið 2009, eft­ir að hafn­ar­bolta­leik­ari fór í mál við Twitter vegna falskra aðganga í hans nafni. 

Nú verður boðið upp á þrjár leiðir í áskriftarþjónustunni. Hver sem er getur greitt átta dollara á mánuði fyrir bláan stimpil, fyrirtæki og samtök geta greitt þúsund dollara á mánuði fyrir gylltan stimpil og þá fá opinberar stofnanir gráan stimpil. 

mbl.is