Allt sem þú þarft að vita um maíisstöngla

Húsráð | 25. apríl 2023

Allt sem þú þarft að vita um maíisstöngla

Við erum sannarlega búin að dusta rykið af grillinu, enda sumarið formlega gengið í garð. Maíis er eitt af því vinsælasta á grillið og hér er allt sem þú þarft að vita um gulu stangirnar.

Allt sem þú þarft að vita um maíisstöngla

Húsráð | 25. apríl 2023

mbl.is/Colourbox

Við erum sannarlega búin að dusta rykið af grillinu, enda sumarið formlega gengið í garð. Maíis er eitt af því vinsælasta á grillið og hér er allt sem þú þarft að vita um gulu stangirnar.

Við erum sannarlega búin að dusta rykið af grillinu, enda sumarið formlega gengið í garð. Maíis er eitt af því vinsælasta á grillið og hér er allt sem þú þarft að vita um gulu stangirnar.

Matreiðslutími maíis
Eldunartími maíis fer í raun eftir stærð stönglanna, en vaninn er um 10-15 mínútur til að þeir verði mjúkir í sér. Sækist þú eftir að stönglarnir verði stökkir, þá ættu 7-8 mínútur að duga í pottinum.

  • Hitið vatn með salti, upp að suðu.
  • Takið laufin af maíisstönglunum og sjóðið eftir smekk.
  • Berið fram með smjöri, salti og jafnvel rifnum parmesan osti yfir. Við mælum einnig með að prófa sig áfram með bragðsterkari osta.

Grillaður maíis
Þegar við grillum maíis er mikilvægt að halda blöðunum á, þar sem laufin verja kornin fyrir því að brenna. 

  • Takið blöðin á stönglunum aðeins frá og látið liggja í köldu vatni í 15 mínútur.
  • Flettið blöðunum aftur upp á maíisinn og grillið í 15-20 mínútur á beinum hita.
  • Berið fram með smjöri og salti.

Maíis í ofni

  • Hitið ofninn á 225 gráður.
  • Smyrjið stönglana með smjöri og saltið. Vefjið því næst inn í álpappír.
  • Setjið inn í ofn í 20-25 mínútur.
mbl.is