Ídýfan sem bjargaði veislunni

Uppskriftir | 26. apríl 2023

Ídýfan sem bjargaði veislunni

Við vitum að matur er manns megin og allt það en sjaldan höfum við heyrt að matur bjargi heilu viðburðunum eins og gerðist um helgina. Þessi ídýfa kemur úr smiðju Berglindar Hreiðars á Gotteri.is og er sjúklega góð þótt við segjum sjálf frá. Matarvefnum barst frásögn frá lesanda sem prófaði uppskriftina og bauð upp á hana í boði um helgina. Að sögn lesandans vakti ídýfan þvílíka lukku að um fátt annað var rætt í boðinu og stóð hún uppi sem sigurvegari kvöldsins. Sérdeilis góð meðmæli það!

Ídýfan sem bjargaði veislunni

Uppskriftir | 26. apríl 2023

Ljósmynd/Berglind Hreiðarsdóttir

Við vitum að matur er manns megin og allt það en sjaldan höfum við heyrt að matur bjargi heilu viðburðunum eins og gerðist um helgina. Þessi ídýfa kemur úr smiðju Berglindar Hreiðars á Gotteri.is og er sjúklega góð þótt við segjum sjálf frá. Matarvefnum barst frásögn frá lesanda sem prófaði uppskriftina og bauð upp á hana í boði um helgina. Að sögn lesandans vakti ídýfan þvílíka lukku að um fátt annað var rætt í boðinu og stóð hún uppi sem sigurvegari kvöldsins. Sérdeilis góð meðmæli það!

Við vitum að matur er manns megin og allt það en sjaldan höfum við heyrt að matur bjargi heilu viðburðunum eins og gerðist um helgina. Þessi ídýfa kemur úr smiðju Berglindar Hreiðars á Gotteri.is og er sjúklega góð þótt við segjum sjálf frá. Matarvefnum barst frásögn frá lesanda sem prófaði uppskriftina og bauð upp á hana í boði um helgina. Að sögn lesandans vakti ídýfan þvílíka lukku að um fátt annað var rætt í boðinu og stóð hún uppi sem sigurvegari kvöldsins. Sérdeilis góð meðmæli það!

Rjómakennd ostaídýfa sem rífur í

Ostablanda

  • 150 g fetakubbur frá Gott í matinn
  • 150 g rjómaostur til matargerðar frá Gott í matinn
  • 60 g grísk jógúrt frá Gott í matinn
  • 2 tsk. sítrónusafi

Aðferð:

  1. Setjið allt í blandara/matvinnsluvél og maukið saman.
  2. Smyrjið blöndunni næst í nokkuð víða skál/fat sem er um 20-25 cm í þvermál, hellið toppnum yfir (sjá uppskrift að neðan) og njótið með tortilla flögum.

Toppur

  • 50 ml ólífuolía
  • 2 x vorlaukur (saxaður)
  • 30 g furuhnetur
  • 2 x hvítlauksrif (rifin)
  • 1-2 tsk. chilli flögur
  • ½ tsk. gróft salt

Aðferð:

  1. Hitið olíuna vel á pönnu og hellið öllu nema grófa saltinu saman við þegar olían er orðin vel heit, lækkið þá hitann alveg niður og leyfið að mýkjast í um eina mínútu.
  2. Leyfið blöndunni að standa í nokkrar mínútur á meðan mesti hitinn fer úr olíunni og hellið síðan óreglulega yfir ostablönduna.
  3. Stráið að lokum grófu salti yfir allt og njótið með tortilla flögum.
Ljósmynd/Berglind Hreiðarsdóttir
mbl.is