Það er auðvelt að sameina líkamsrækt við heimilisþrifin - því við notum vöðvana okkar meira en marga grunar.
Það er auðvelt að sameina líkamsrækt við heimilisþrifin - því við notum vöðvana okkar meira en marga grunar.
Það er auðvelt að sameina líkamsrækt við heimilisþrifin - því við notum vöðvana okkar meira en marga grunar.
Ryksugan
Þú getur auðveldlega sett nokkrar áskoranir í gang ef þú vilt auka kalóríubrennslu á meðan þú eltist við rykhnoðra á gólfinu. Þú getur til dæmis farið niður með annað hnéð til að æfa lærvöðvana og aukið þannig brennsluna. Vertu bara meðvitaður um að halda bakinu beinu og láta handleggina vinna verkið.
Vatnsfatan
Það er upplagt að nota vatnsfötuna til að virkja handleggina. Lyftu fötunni reglulega en passaðu upp á bakið. Notaðu lærin í góða hnébeygju á meðan þú vindur tuskuna og reisir þig upp aftur.
Passaðu axlirnar
Ef að þú ert að teygja þig upp með hendurnar á ákveðna staði til að þurrka af, þá er mikilvægt að passa upp á axlirnar - reyndu að slaka á í öxlunum og láta hendurnar vinna verkið.
Skúra
Þegar við skúrum yfir gólfið erum við að nota stóru bak- og brjóstvöðvana - og þá er mikilvægt að halda bakinu beinu. Það getur tekið heilmikið á að skúra og það er hér sem við fáum svitaperlur á ennið.