Ætla að gefa skó áritaða af Ronaldo og Messi

Daglegt líf | 28. apríl 2023

Ætla að gefa skó áritaða af Ronaldo og Messi

Við rákum augun í auglýsingu þar sem meðal vinninga er áritaðir skór frá Messi og Ronaldo. Margir verða sjálfsagt hvumsa en fastlega má reikna með að hvergi í heiminum séu jafn miklar líkur á að vinna slíkan grip - ef miðað er við íbúafjölda og þar fram eftir götunum.

Ætla að gefa skó áritaða af Ronaldo og Messi

Daglegt líf | 28. apríl 2023

Við rák­um aug­un í aug­lýs­ingu þar sem meðal vinn­inga er áritaðir skór frá Messi og Ronaldo. Marg­ir verða sjálfsagt hvumsa en fast­lega má reikna með að hvergi í heim­in­um séu jafn mikl­ar lík­ur á að vinna slík­an grip - ef miðað er við íbúa­fjölda og þar fram eft­ir göt­un­um.

Við rák­um aug­un í aug­lýs­ingu þar sem meðal vinn­inga er áritaðir skór frá Messi og Ronaldo. Marg­ir verða sjálfsagt hvumsa en fast­lega má reikna með að hvergi í heim­in­um séu jafn mikl­ar lík­ur á að vinna slík­an grip - ef miðað er við íbúa­fjölda og þar fram eft­ir göt­un­um.

Okk­ur lék for­vitni á að sjá hvert gang­verðið á slík­um grip­um væri á ver­ald­ar­vefn­um og sáum ým­is­legt - allt frá árituðum treyj­um og upp í inn­rammaða skó og tyggjó­bréf. Fljótt á litið má leiða lík­ur að því að skórn­ir séu tugþúsunda virði – en að sjálf­sögðu er ekk­ert sem topp­ar að eiga skó­spar sem goðin hafa hand­leikið og tússað á.

Til að kom­ast í pott­inn þarf að fara á veit­ingastaðinn Metró og skrá sig í pott­inn ásamt því að kaupa stjörnu­máltíð. Við erum nokkuð viss um að aðdá­end­ur kapp­anna munu flykkj­ast á svæðið til að taka þátt og gam­an verður að fylgj­ast með hver ber sig­ur úr bít­um.

mbl.is