Hin nýgifta Sofia Richie hefur verið á allra vörum síðustu daga eftir að hún gekk í það heilaga síðastliðna helgi á frönsku riveríunni.
Hin nýgifta Sofia Richie hefur verið á allra vörum síðustu daga eftir að hún gekk í það heilaga síðastliðna helgi á frönsku riveríunni.
Hin nýgifta Sofia Richie hefur verið á allra vörum síðustu daga eftir að hún gekk í það heilaga síðastliðna helgi á frönsku riveríunni.
Brúðurin var stórglæsileg þegar hún gekk að eiga Elliot Grainge við stjörnum prýdda athöfn á lúxushótelinu du Cap-Eden-Roc í Antibes. Hún klæddist sérsaumuðum Chanel kjólum og skartaði tímalausri og klassískri brúðarförðun.
Aðdáendur Richie hafa beðið spenntir eftir að förðunarfræðingur hennar, Pati Debroff, myndi afhjúpa leyndarmálið á bak við förðun hennar skref fyrir skref. Förðunin einkenndist af hlýlegum ljóma og var í senn náttúruleg og rómantísk.
Dubroff svaraði kalli aðdáenda Richie og deildi með þeim snyrtivörunum sem hún notaði til að ná fram fallegri brúðarförðun Richie.
Einfaldleikinn var í forgrunni þegar kom að augunum, en Dubroff byrjaði á því að nota Stilo Ombre et Contour frá Chanel í lit númer 12 og setti yfir allt augnlokið. Því næst blandaði hún litinn út og notaði Duo Lumiére kremaugnskugga með glimmeri í gylltum tón yfir.
Maskarinn sem Dubroff notaði er Lash Sensational frá Maybelline, en hún valdi vatnsheldan maskara enda mikilvægt að hann haldist á sínum stað á stóra deginum sem getur verið tilfinningaþrunginn.
Dubroff blandaði tveimur mismunandi tónum af kremkinnalitum saman. Kinnalitirnir eru báðir frá Nudestix og eru mattir, en hún notaði fyrst litinn Sunkissed Pink sem er kaldur bleikur litur og bætti síðan litnum Picante ofan á sem er mitt á milli þess að vera appelsínugulur og kóralbleikur.
Hún notaði svo kremvöruna Softsculpt Transforming Skin Enhancer frá Makeup by Mario í litnum Light Medium yfir húðina, en varan gefur hlýlegan ljóma og er í miklu uppáhaldi hjá Dubroff.
Að lokum blandaði Dubroff nokkrum vörum saman til þess að fá hinn fullkomna lit á varirnar. Hún byrjaði á því að nota Rouge Coco Baume frá Chanel í litnum 928 Pink Delight, en það er varasalvi með lit. Því næst notaði hún varablýant frá Dibs í litnum Medium til að ramma varirnar inn.
Að lokum notaði hún mattan varablýant frá Nudestix í litnum Sunkissed Nude á miðjar varirnar.