Hversu oft eigum við að skipta um tusku?

Húsráð | 29. apríl 2023

Hversu oft eigum við að skipta um tusku?

Liggur borðtuskan þín í marga daga eða vikur á eldhúsbekknum án þess að vera þvegin? Sumir vilja meina að við eigum að skipta um tusku daglega til að forðast allar bakteríur, þó að aðrir segja að það nægi að fylgja ákveðnum reglum varðandi tuskuna.

Hversu oft eigum við að skipta um tusku?

Húsráð | 29. apríl 2023

Þessi er öflug í að þurrka af borðinu.
Þessi er öflug í að þurrka af borðinu. mbl.is/Colourbox

Liggur borðtuskan þín í marga daga eða vikur á eldhúsbekknum án þess að vera þvegin? Sumir vilja meina að við eigum að skipta um tusku daglega til að forðast allar bakteríur, þó að aðrir segja að það nægi að fylgja ákveðnum reglum varðandi tuskuna.

Liggur borðtuskan þín í marga daga eða vikur á eldhúsbekknum án þess að vera þvegin? Sumir vilja meina að við eigum að skipta um tusku daglega til að forðast allar bakteríur, þó að aðrir segja að það nægi að fylgja ákveðnum reglum varðandi tuskuna.

  • Þú ættir alltaf að skipta um tusku ef hún hefur komist í snertingu við hrátt kjöt eða egg - og eins þegar hún er orðin vel skítug, sama þó þú þurfir að skipta oftar en einu sinni um tusku á dag.
  • Notum skynfærin og nefið! Þegar tuskan er farin að lykta, þá er hún yfirfull af bakteríum og alls ekki upplögð til að þurrka af borðunum.
  • Óhreinindi festa sig ekki svo auðveldlega í örtrefjaklútum eins og í bómullarklútum, þó að þeir síðarnefndu dragi í sig meiri raka og eru þá jafnframt lengur að þorna - og þá fá bakteríurnar góðan stað til að dafna.
  • Skolið alltaf tuskurnar með sápu og köldu vatni og vindið vel eftir hverja notkun.
  • Hengið tuskurnar yfir eldhúskranann eða á hanka til að þær nái að þorna fljótt - þannig heldur þú bakteríunum í skefjum.
mbl.is