Spargelzeit vorboðinn kominn á Kröst

Innlend veitingahús | 29. apríl 2023

Spargelzeit vorboðinn kominn á Kröst

Sparg­elzeit aspasinn er kom­inn aftur á mat­seðill veit­ingastaðar­ins Kröst á Hlemmi Mat­höll. Rétt­ur­inn, eins og nafnið gef­ur til kynna, kem­ur frá Þýskalandi og er aðal­hrá­efnið í hon­um hvít­ur asp­as sem vex aðeins í stutt­an tíma á vor­in og verður því aðeins í boði á Kröst í tak­markaðan tíma. Í fyrra seldust yfir 200 kíló af aspanum sem gengið hefur undir nafninu „hvítagull“ og „konungur grænmetisins“.

Spargelzeit vorboðinn kominn á Kröst

Innlend veitingahús | 29. apríl 2023

Ljósmynd/Aðsend

Sparg­elzeit aspasinn er kom­inn aftur á mat­seðill veit­ingastaðar­ins Kröst á Hlemmi Mat­höll. Rétt­ur­inn, eins og nafnið gef­ur til kynna, kem­ur frá Þýskalandi og er aðal­hrá­efnið í hon­um hvít­ur asp­as sem vex aðeins í stutt­an tíma á vor­in og verður því aðeins í boði á Kröst í tak­markaðan tíma. Í fyrra seldust yfir 200 kíló af aspanum sem gengið hefur undir nafninu „hvítagull“ og „konungur grænmetisins“.

Sparg­elzeit aspasinn er kom­inn aftur á mat­seðill veit­ingastaðar­ins Kröst á Hlemmi Mat­höll. Rétt­ur­inn, eins og nafnið gef­ur til kynna, kem­ur frá Þýskalandi og er aðal­hrá­efnið í hon­um hvít­ur asp­as sem vex aðeins í stutt­an tíma á vor­in og verður því aðeins í boði á Kröst í tak­markaðan tíma. Í fyrra seldust yfir 200 kíló af aspanum sem gengið hefur undir nafninu „hvítagull“ og „konungur grænmetisins“.

Við fögnum alltaf þessum vorboða að fá spargelzeitinn til okkar beint frá meginlandi Evrópu. Ólíkt asp­asn­um sem við þekkj­um hér heima er Sparg­elzeit hvít­ur á lit­ og vex neðanjarðar  meðan teg­und­in sem við þekkj­um hvað best er græn og vex of­anj­arðar. Íslendingar hafa tekið mjög vel í réttinn svo þetta er orðin árleg hefð hjá okkur. Upp­sker­an hefst í apríl en end­ar form­lega hinn 24. júní, á Jóns­mess­unni,“ seg­ir Böðvar Darri Lemacks yfir­kokk­ur og fram­kvæmda­stjóri Kröst.

Þrír spargelzeit réttir verða í boði hjá Kröst, sá klassíski með kartöflum og hollandaise sósu, með sveitaskinku og svo með reyktum laxi og fyrir þau sem vilja taka þetta skrefinu lengra er mælt með að para við glasi af þurru Riesling hvítvíni með.

mbl.is