Silvía Nótt í sérstöku uppáhaldi

Eurovision | 30. apríl 2023

Silvía Nótt í sérstöku uppáhaldi

Ástralski söngvarinn Danny Estrin nefnir lagið „Congratulation“ með Silvíu Nótt sem sitt uppáhalds Eurovisionlag. Estrin er forsprakki hljómsveitarinnar Voyager sem flytur framlag Ástralíu í Eurovision-keppninni í ár.

Silvía Nótt í sérstöku uppáhaldi

Eurovision | 30. apríl 2023

Ástralski söngvarinn Danny Estrin er mikill aðdáandi Silvíu Nætur.
Ástralski söngvarinn Danny Estrin er mikill aðdáandi Silvíu Nætur. Samsett mynd

Ástralski söngvarinn Danny Estrin nefnir lagið „Congratulation“ með Silvíu Nótt sem sitt uppáhalds Eurovisionlag. Estrin er forsprakki hljómsveitarinnar Voyager sem flytur framlag Ástralíu í Eurovision-keppninni í ár.

Ástralski söngvarinn Danny Estrin nefnir lagið „Congratulation“ með Silvíu Nótt sem sitt uppáhalds Eurovisionlag. Estrin er forsprakki hljómsveitarinnar Voyager sem flytur framlag Ástralíu í Eurovision-keppninni í ár.

Estrin segir þetta í hlaðvarpsþættinum The Official Eurovision Song Contet Podcast, sem haldið er út af keppnishöldurum. Stjórnandinn Steve Holden spurði Estrin hvort það væri satt að uppáhalds Eurovisionlagið hans væri íslenska framlagið frá árinu 2006. Estrin svaraði því játandi og þuldi í kjölfarið upp texta viðlagsins.

Einnig sagði Estrin að Silvía Nótt hafi verið ein af ástæðunum að áhugi hans á keppninni hafi aukist enn meira. Atriði hennar hafi verið svo yfirdrifið að það dró hann að fullu inn í heim Eurovision.

Meðlimir hljómsveitarinnar Voyager eru allir miklir Eurovision-aðdáendur og getur hljómsveitin ekki beðið eftir því að fá að stíga á svið í Liverpool. 

mbl.is