Sjö sjóðheit ráð sem innihalda natron

Húsráð | 30. apríl 2023

Sjö sjóðheit ráð sem innihalda natron

Hér færum við ykkur sjö sjóðheit ráð, hvernig þú notar natron á öðrum stöðum en bara í eldhúsinu.

Sjö sjóðheit ráð sem innihalda natron

Húsráð | 30. apríl 2023

Matarsódi er mikilvægur í bakstur og þykir einnig fullkominn í …
Matarsódi er mikilvægur í bakstur og þykir einnig fullkominn í þrif. Mbl.is/koipoia.blogspot.com

Hér færum við ykkur sjö sjóðheit ráð, hvernig þú notar natron á öðrum stöðum en bara í eldhúsinu.

Hér færum við ykkur sjö sjóðheit ráð, hvernig þú notar natron á öðrum stöðum en bara í eldhúsinu.

Pottar og pönnur
Ef að kvöldmaturinn vildi svo óheppilega að brenna við í pottinum - hrærið þá 1 msk. af natron saman við smá vatn í pottinum. Látið suðuna koma upp og leyfið blöndunni að malla aðeins. Slökkvið undir og þegar blandan hefur aðeins kólnað, þá getur þú skrúbbað óhreinindin burt. Skolið því næst og þvoið eins og vani er.

Þvotturinn
Natron getur gefið þvottinum þínum auka lyftingu og því upplagt að setja um 1 dl með þvottaduftinu.

Mjúk handklæði
Til að handklæðin verði mjúk og góð, þá getur þú sett 1 dl af natron ásamt 2-3 msk. af sóda kristöllum saman með og þvotturinn verður allt annar.

Fjarlægðu lykt úr teppum
Stráið natron yfir teppi sem er farið að lykta og látið standa í 10-15 mínútur, áður en þú ryksugar yfir.

Fjarlægðu lykt úr skóm
Hér er notast við sömu aðferð og fyrir ofan, nema það má vel leyfa natroninu að liggja í góða klukkstund í skónum áður en þú grípur í ryksuguna.

Hreinsaðu vatnsflöskuna
Við megum ekki gleyma að þrífa vatnsbrúsana okkar. Settu 1-2 msk. af natron í brúsann og helltu upp með sjóðandi heitu vatni. Látið standa í 10-15 mínútur og skolaðu vandlega á eftir.

Ruslalykt
Lykt í ruslaskápnum er óþarfi! Blandaðu saman natron og nokkrum dropum af ilmkjarnaolíu í skál og láttu standa inn í skáp eða annars staðar í íbúðinni þar sem þú vilt fá góðan ilm.

mbl.is