5 magnaðar fjallgönguleiðir í Evrópu

Fjallganga | 1. maí 2023

5 magnaðar fjallgönguleiðir í Evrópu

Hin fjölmörgu tignarlegu fjöll sem prýða Evrópu bjóða upp á spennandi gönguleiðir fyrir ævintýraþyrsta ferðalanga. Það er fátt betra en að hreyfa sig umkringdur fallegri náttúru, en lengri gönguferðir eru frábær kostur fyrir þá sem vilja njóta alls þess sem náttúruperlur Evrópu hafa upp á að bjóða.

5 magnaðar fjallgönguleiðir í Evrópu

Fjallganga | 1. maí 2023

Ljósmynd/Pexels/Tom Verdoot

Hin fjölmörgu tignarlegu fjöll sem prýða Evrópu bjóða upp á spennandi gönguleiðir fyrir ævintýraþyrsta ferðalanga. Það er fátt betra en að hreyfa sig umkringdur fallegri náttúru, en lengri gönguferðir eru frábær kostur fyrir þá sem vilja njóta alls þess sem náttúruperlur Evrópu hafa upp á að bjóða.

Hin fjölmörgu tignarlegu fjöll sem prýða Evrópu bjóða upp á spennandi gönguleiðir fyrir ævintýraþyrsta ferðalanga. Það er fátt betra en að hreyfa sig umkringdur fallegri náttúru, en lengri gönguferðir eru frábær kostur fyrir þá sem vilja njóta alls þess sem náttúruperlur Evrópu hafa upp á að bjóða.

Nýlega birtist listi á Guardian með fimm mögnuðum fjallgönguleiðum í Evrópu, en þær eiga það sameiginlegt að vera langar og stórmerkilegar.

Alta Via 1 í Dólómítafjöllunum

Dólómítafjöllin eru töfrandi framlenging af Ölpunum og staðsett á Ítalíu. Þar er gönguleið sem kallast Alta Via 1 þar sem meðal annars er gengið upp að Rifugio Nuvolau fjallaskálanum í 3.000 metra hæð. Síðan er gengið í gegnum blómstrandi dali, framhjá fossum og yfir hryggi.

Flestir göngugarpar byrja í norðri við Lago di Braies, en það tekur um 10 daga að ganga leiðina sem er rúmlega 119 km að lengd og endar í La Pissa.

Ljósmynd/Pexels/Guillaume Briard

Frá Turnov til Jičín í Tékklandi

Það eru margar flottar gönguleiðir í Tékklandi, en það eru þó fáar sem toppa leiðina frá bænum Turnov til Jičín. Þá er gengið framhjá stórkostlegt völundarhús af steinaturnum sem er þekkt sem Bohemian Paradise.

Ljósmynd/Pexels/Jan Baborák

Tringlav-fjall í Slóveníu

Á fjallinu eru nokkrar af ótrúlegustu gönguleiðum Evrópu. Allar ferðir taka að minnsta kosti tvo daga, en fjallið krefst þess að göngugarpar undirbúi sig vandlega. Mest krefjandi hækkunin er kölluð Bamberg og krefst stáltauga.

Ljósmynd/Pexels/Sébastien Goldberg

Malerweg (Painter's Path) í Þýskalandi

Nafnið er dregið af tveimur myndlistakennurum í Dresden, þeim Anton Graff og Adrian Zingg, sem fóru í göngu um svæðið árið 1766. Fjölmargir málarar fylgdu fljótlega eftir sem kveikti rómantíska listhreyfingu og ást á gönguferðum. 

Árið 2006 opnað ný leið um svæðið, Malerweg eða Painter's Path, sem er rúmlega 114 km að lengd. Gangan er venjulega farin á átta dögum, en það er nóg af gistiheimilum meðfram stígnum og einnig nokkur tjaldstæði.

Ljósmynd/Unsplash/Patrick Schneider

GR10 og GR11 í Pýreneafjöllum

Þessi leið er fyrir aðeins vanari fjallagarpa, enda þverar leiðin Pýreneafjöllin og er um 900 km að lengd. Hún tekur að meðaltali 50 til 60 daga, en það er hins vegar hægt að taka hluta úr leiðinni á nokkrum stöðum sem eru oft dagsferðir. Landslagið er töfrandi og dýralífið einstakt. 

Ljósmynd/Unsplash/Julentto Photography
mbl.is