Verkfallsaðgerðir árið 2023 fjarstæðukenndar

Verkfallsaðgerðir árið 2023 fjarstæðukenndar

Sonja Ýr Þor­bergs­dótt­ir, formaður BSRB, sagði í ávarpi sínu á Ingólfstorgi á alþjóðleg­um bar­áttu­degi verka­lýðsins í dag að það væri er fjarstæðukennt að árið 2023 væru kjarasamningsviðræður ellefu aðildarfélaga BSRB og Sambands íslenskra sveitarfélaga (SNS) í svo hörðum hnút að grípa þurfi til verkfalla til að knýja fram sömu laun fyrir sömu störf.

Verkfallsaðgerðir árið 2023 fjarstæðukenndar

Átök innan verkalýðshreyfingarinnar | 1. maí 2023

Sonja Ýr Þor­bergs­dótt­ir, formaður BSRB.
Sonja Ýr Þor­bergs­dótt­ir, formaður BSRB. mbl.is/Kristinn Magnússon

Sonja Ýr Þor­bergs­dótt­ir, formaður BSRB, sagði í ávarpi sínu á Ingólfstorgi á alþjóðleg­um bar­áttu­degi verka­lýðsins í dag að það væri er fjarstæðukennt að árið 2023 væru kjarasamningsviðræður ellefu aðildarfélaga BSRB og Sambands íslenskra sveitarfélaga (SNS) í svo hörðum hnút að grípa þurfi til verkfalla til að knýja fram sömu laun fyrir sömu störf.

Sonja Ýr Þor­bergs­dótt­ir, formaður BSRB, sagði í ávarpi sínu á Ingólfstorgi á alþjóðleg­um bar­áttu­degi verka­lýðsins í dag að það væri er fjarstæðukennt að árið 2023 væru kjarasamningsviðræður ellefu aðildarfélaga BSRB og Sambands íslenskra sveitarfélaga (SNS) í svo hörðum hnút að grípa þurfi til verkfalla til að knýja fram sömu laun fyrir sömu störf.

Sonja hóf ávarp sitt á að minnast á að 100 ár eru síðan fyrsta kröfugangan var farin í Reykjavík. Barátta þeirra frumkvöðla hafi skilað sér í bættu lífi þúsunda manna og tryggt bjartari framtíð næstu kynslóða. En á þessum degi sé mikilvægt að muna að ekkert standi í stað. 

Sonja Ýr.
Sonja Ýr. mbl.is/Kristinn Magnússon

Einbeittur mismunur

Sonja sagði að sveitarfélög landsins væru einbeitt í að mismuna fólki. 

Þá sagði hún óheiðarleika, skort á fagmennsku og þekkingarleysi á lögfræðilegum grundvallaratriðum einkenna framkomu SNS. 

Sonja sagði að sveitarstjórnarfólk yrði að spyrja sig hvers vegna öll aðildarfélög BSRB hafi fyrir mánuði síðan lokið við gerð kjarasamninga við ríki og Reykjavíkurborg, án átaka.

Verkföll hefjast að óbreyttu 15. maí en boðað hefur verið til fundar hjá ríkissáttasemjara á morgun. 

mbl.is